Bruschetta er með því besta sem ég fæ enda óskaplega hrifin af ítalskri matargerð og öllu sem tengist henni.
Bruschetta er í raun bara brauð, ristað með ólífuolíu og dásamlega góðu áleggi. Þær má útbúa með margskonar hætti, stundum er notaður mozarella ostur, stundum hráskinka. Mér finnst bruschetta frábært meðlæti með góðri fiskisúpu eða salati og einnig er þetta fínasti forréttur, eða partýréttur.
Hér er einföld og fljótleg uppskrift að góðri ítalskri bruschettu:
INNIHALD
- 6 góðir og rétt þroskaðir tómatar
- 4 söxuð hvítlauksrif
- 1/2 bolli ólífuolía
- 2 msk balsamic edik
- 1/4 bolli ferskt basil (fínt saxað)
- 1/4 tsk salt
- 1 baguette (nýbakað)
- 1/2 bolli parmesan ostur (nýrifinn)
AÐFERÐ
- Hitaðu ofninn og ef það er grill í honum er gott að kveikja á því
- Skerðu tómatana í litla teninga
- Saxaðu hvítlauk og basil og bættu við tómatana.
- Blandaðu út í þetta balsamic ediki, ólífuolíu og salti. Blandaðu vel.
- Settu um það bil matskeið á hverja snittusneið og dreifðu smá parmesanosti yfir.
- Láttu brauðin í ofnskúffu og hafðu í ofninum í um 40 sekúndur eða þar til osturinn er bráðinn og brauðið örlítið stökkt og krispí. Ef þú geymir þetta í ísskáp yfir nótt getur verið gott að henda í ofninn aftur í örfáar sekúndur næsta dag áður en rétturinn er borinn fram.
- Njótið!

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.