UPPSKRIFT: Hollt og gott kakó kryddbrauð með spelti og höfrum

UPPSKRIFT: Hollt og gott kakó kryddbrauð með spelti og höfrum

Hvað er betra en heitt nýbakað kryddbrauð? Kannski heitt nýbakað kryddbrauð sem hægt er að gæða sér á með mjög fínni samvisku þar sem það inniheldur ekkert hvítt hveiti eða annað sem kemur meltingunni hjá svo mörgum okkar í uppnám.

Hér er uppskrift sem ég geri oft. Hún er fljótleg og auðveld og þetta brauð er mjög bragðgott. Börnin elska það með smjöri og banana!

INNIHALD

speltkryddbraud4 dl spelt
2 dl haframjöl
1¾ dl hrásykur
3 matskeiðar kakó
2½ teskeið vínsteinslyftiduft
1 teskeið kanill
½ teskeið engifer
¼-½ teskeið negull
¼-½ teskeið múskat
2½ dl sojamjólk (+ ½ dl ef þarf)

AÐFERÐ

Setjið allt hráefni nema mjólkina í stóra bökunarskál og blandið saman með sleif.

Hellið mjólkinni út í og hrærið hægt og rólega með sleifinni (það fer eftir rakastiginu í eldhúsinu hverju sinni en yfirleitt eru 2½ dl nóg).

Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu út í.

Bakið við 200°C í 40 mínútur (180°C ef þið bakið á blæstri).

Það er ágætt að stinga gaffli eða prjón í miðjuna til að sjá hvort brauðið sé nokkuð of blautt.

Njótið um leið og það kólnar nægilega til að hægt sé að smyrja það. Endist vel í 2-3 daga og gott að rista líka.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest