TOP

UPPSKRIFT: Hollt og gott kakó kryddbrauð með spelti og höfrum

Hvað er betra en heitt nýbakað kryddbrauð? Kannski heitt nýbakað kryddbrauð sem hægt er að gæða sér á með mjög fínni samvisku þar sem það inniheldur ekkert hvítt hveiti eða annað sem kemur meltingunni hjá svo mörgum okkar í uppnám.

Hér er uppskrift sem ég geri oft. Hún er fljótleg og auðveld og þetta brauð er mjög bragðgott. Börnin elska það með smjöri og banana!

INNIHALD

speltkryddbraud4 dl spelt
2 dl haframjöl
1¾ dl hrásykur
3 matskeiðar kakó
2½ teskeið vínsteinslyftiduft
1 teskeið kanill
½ teskeið engifer
¼-½ teskeið negull
¼-½ teskeið múskat
2½ dl sojamjólk (+ ½ dl ef þarf)

AÐFERÐ

Setjið allt hráefni nema mjólkina í stóra bökunarskál og blandið saman með sleif.

Hellið mjólkinni út í og hrærið hægt og rólega með sleifinni (það fer eftir rakastiginu í eldhúsinu hverju sinni en yfirleitt eru 2½ dl nóg).

Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu út í.

Bakið við 200°C í 40 mínútur (180°C ef þið bakið á blæstri).

Það er ágætt að stinga gaffli eða prjón í miðjuna til að sjá hvort brauðið sé nokkuð of blautt.

Njótið um leið og það kólnar nægilega til að hægt sé að smyrja það. Endist vel í 2-3 daga og gott að rista líka.

Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.