Pjatt.is var stofnað í febrúar 2009 og er fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi. Fjölbreyttur og skemmtilegur lífstíls og dægurmálavefur sem höfðar til kvenna, 30 ára og eldri. Frá upphafi höfum við sérhæft okkur í markaðssetningu sem miðar að því að tvinna saman bloggið og samfélagsmiðla.
Með efnistökum hér leitumst við við að fræða, skemmta og fjalla um fjölbreytt og áhugaverð efni sem tengjast lífsstíl og áhugasviðum kvenna, – og skemmtilegra karla. Við leggjum okkur fram um gott málfar, vandaða og skemmtilega pistla og áhugavert efni en af leiðir að lesendahópur okkar hefur alltaf verið mjög tryggur.
Á Facebook eigum við rúmlega 25.000 íslenskar vinkonur og allt efni sem birtist hér á Pjatt.is fer líka á síðuna okkar á Facebook.
Fylgjendur okkar eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, langflestar 35 ára og eldri (eins og sjá má á skjáskotinu hér að neðan sem er fengið af Facebook og við höfum aldrei borgað fyrir ‘likes’ svo hópurinn er ‘organic’ eins og það kallast á fagmálinu, (lífrænir rafrænir vinir, hóst*). Á Facebook höfum við einnig lokað að mestu á lönd utan Íslands og Norðurlanda til að vera sjúr um að það séu íslenskar konur sem fá efnið okkar í fréttaveituna á Facebook.
Pjattið stendur fyrir heiðarleika og áreiðanleika.

Lestur
Vefritið styðst við Google Analytics í vefmælingu en notendur eru að meðaltali um 10.000 á viku.
margret hja pjatt.is (661-8330)