TOP

UPPSKRIFT: Tómata og basil bruschetta – Fullkominn ítalskur forréttur

Screen Shot 2015-04-28 at 10.28.24Bruschetta er með því besta sem ég fæ enda óskaplega hrifin af ítalskri matargerð og öllu sem tengist henni.

Bruschetta er í raun bara brauð, ristað með ólífuolíu og dásamlega góðu áleggi. Þær má útbúa með margskonar hætti, stundum er notaður mozarella ostur, stundum hráskinka. Mér finnst bruschetta frábært meðlæti með góðri fiskisúpu eða salati og einnig er þetta fínasti forréttur, eða partýréttur.

Hér er einföld og fljótleg uppskrift að góðri ítalskri bruschettu:

bruschettaINNIHALD

 • 6 góðir og rétt þroskaðir tómatar
 • 4 söxuð hvítlauksrif 
 • 1/2 bolli ólífuolía
 • 2 msk balsamic edik
 • 1/4 bolli ferskt basil (fínt saxað
 • 1/4 tsk salt 
 • 1  baguette (nýbakað) 
 • 1/2 bolli parmesan ostur (nýrifinn)

AÐFERÐ

 1. Hitaðu ofninn og ef það er grill í honum er gott að kveikja á því
 2. Skerðu tómatana í litla teninga
 3. Saxaðu hvítlauk og basil og bættu við tómatana.
 4. Blandaðu út í þetta balsamic ediki, ólífuolíu og salti. Blandaðu vel.
 5. Settu um það bil matskeið á hverja snittusneið og dreifðu smá parmesanosti yfir.
 6. Láttu brauðin í ofnskúffu og hafðu í ofninum í um 40 sekúndur eða þar til osturinn er bráðinn og brauðið örlítið stökkt og krispí. Ef þú geymir þetta í ísskáp yfir nótt getur verið gott að henda í ofninn aftur í örfáar sekúndur næsta dag áður en rétturinn er borinn fram.
 7. Njótið!

 

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.