Andlega hliðin: Topp 20 hlutir sem Oprah er alveg með á tæru

Oprah Winfrey

Lífstílsgúrúinn og sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey var eitt sinn spurð af kvikmyndagagnrýnandanum Gene Siskel hvað hún vissi algerlega fyrir víst. Með öðrum orðum, hvað hún væri algerlega sannfærð um.

Oprah segist sífellt velta þessu fyrir sér og að í hverjum mánuði verði hún að koma með ný svör og nýja vinkla:

„Suma mánuðina finnst mér ég ekkert vita en samt er ég alltaf undir pressu með skilafrest til að svara þessu einu sinni í mánuði,“ segir hún. Hér er topp 20 listi þessarar áhrifamiklu konu:

ÞAÐ SEM OPRAH VEIT FYRIR VÍST

1. Það sem þú gefur af þér kemur undantekningalaust alltaf til baka í einni eða annari mynd.

2. Þú ákveður þitt eigið líf. Ekki láta aðra skrifa handritið fyrir þig.

3. Það sem var gert á þinn hlut í fortíðinni hefur ekkert vald yfir þér í dag. Þú ert eina manneskjan sem gefur valdið.

4. Þegar fólk sýnir þér úr hverju það er gert, skaltu trúa því strax.

5. Áhyggjur eru tímasóun. Notaðu orkuna frekar í að bæta úr því sem veldur þér áhyggjum.

6. Það er meiri kraftur í því sem þú trúir en því sem þú óskar eða lætur þig dreyma um. Þú ert það sem þú trúir.

7. Þú þarft ekki að kunna aðra bæn en að segja ‘þakka þér fyrir’. (Eckhart Tolle).

8. Þína eigin persónulegu hamingju má mæla í jöfnu hlutfalli við ástina sem þú gefur öðru fólki.

9. Ef þér mistekst þá eru það skilaboð um að þú eigir að einbeita þér að einhverju öðru.

10. Þó þú takir ákvörðun sem allir í kringum þig segja að sé röng þá mun heimurinn samt ekki farast.

11. Treystu innsæi þínu – það lýgur ekki.

12. Elskaðu sjálfa/n þig og lærðu svo að gefa öðrum ást hvar sem þú kemur.

13. Láttu ástríðuna ráða því hvaða starf þú velur þér í lífinu.

14. Leitaðu leiða til að fá borgað fyrir það sem þér finnst skemmtilegast að gera. Þá verða launin bara eins og bónus.

15. Ást er ekki sársaukafull. Hún lætur manni líða vel.

16. Hver dagur er nýtt upphaf.

17. Að vera móðir er erfiðasta starf í heimi. Konur um allan heim verða að koma þessu á hreint.

18. Efasemdir þýða einfaldlega ekki: ekki svara, ekki aðhafast neitt, ekki ana að neinu.

19. Þegar þú veist ekki hvað þú átt að gera skaltu vera kyrr og svarið kemur til þín af sjálfu sér.

20. Erfiðleikarnir vara ekki að eilífu.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: Andlega hliðin: Topp 20 hlutir sem Oprah er alveg með á tæru