Tvískiptur litur í hári, eða „ombre“-hár eða dip-dye eins og það er kallað, er eitthvað sem hefur orðið æ meira áberandi á sirka seinustu tveimur árum.
Þessi litunaraðferð getur komið ótrúlega skemmtilega út og gefið hárinu lit og líf sem annars er erfitt að ná fram. Þessi tíska virðist vera komin til að vera fyrst að hún hefur enst eins lengi og raun ber vitni.
En núna upp á síðkastið hefur hún bara orðið brjálaðri og eru æ fleiri stelpur og konur farnar að lita endana á hári sínu í brjáluðum litum.
Brjálaðir litir, og þá aðallega pastellitir, er líka eitthvað sem er farið að sjást meira og meira af.
Þessir stílar eru allir misfallegir en eiga það sameiginlegt að vera allir jafnskemmtilegir!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.