Tinna Eik

Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu. Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.

Tinna Eik

MENNING: Hvað eru margar konur í þessari kvikmynd?

Ég heyrði í fyrsta skipti um Bechdelstaðalinn (The Bechdel Test) á síðasta ári og hálfskammaðist mín fyrir að hafa ekki heyrt neitt um hann fyrr. Þetta próf varð fyrst þekkt eftir að Alison Bechdel fjallaði um það í teiknimyndasögunni sinni Dykes To Watch Out For (sjá mynd) og snýst í rauninni um þrjár meginreglur þegar …

MENNING: Hvað eru margar konur í þessari kvikmynd? Lesa færslu »

Netflix: Ný frábær kvenofurhetju-sería sem fær 4.5

Ég veit ekki hvort það var Krysten Ritter, David Tennant, ofurhetjuþemað eða kvenhetjan sem seldi mér það að ég þyrfti að horfa á Jessica Jones, nýjustu þáttaröðina á Netflix. En það var þetta allt saman, í sömu þáttaseríunni, sem gerði það að verkum að ég er búin að sofa frekar mikið færri tíma heldur en …

Netflix: Ný frábær kvenofurhetju-sería sem fær 4.5 Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin: Maid in Manhattan með Jennifer Lopez (2002)

Ég veit ekki hvort ég er ein um þetta en stundum elska ég bara að horfa á lélegar bíómyndir. Þá sérstaklega bíómyndir sem eru það slæmar að mér líður illa og ég þarf að líta undan yfir vandræðalegustu atriðunum! Maid in Manhattan er akkúrat þannig mynd! Maid in Manhattan (2002) fjallar um hótelþernuna og einstæðu móðurina …

Fimmtudagsmyndin: Maid in Manhattan með Jennifer Lopez (2002) Lesa færslu »

Brynja bjargaði hárinu mínu – Íslenskt, umhverfisvænt og gott!

Mér finnst þess vegna alveg sérstaklega gaman þegar ég uppgötva eitthvað nýtt alveg óforvarindis og án allrar fyrirhafnar eins og var málið með nýju uppáhalds hárvöruna mína, Brynju. Brynja er olía sem virkar á svipaðan hátt og hin alræmda Macadamia olía, en að mínu mati bara miklu betri! Leiðin að umhverfisvænni lífstíl Ég þurfti að …

Brynja bjargaði hárinu mínu – Íslenskt, umhverfisvænt og gott! Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin á Netflix: The Others með Nicole Kidman

Það eru fáar bíóferðir sem ég hef farið í eins skemmtilegar og sú sem ég fór ásamt slatta af bekkjarsystkinum mínum á The Others þegar ég var 14 ára. Hún velti að minnsta kosti lófasveittu bíóferðinni á Notting Hill með fyrsta kærastanum mínum úr fyrsta sætinu. The Others er nú hægt að finna á Netflix …

Fimmtudagsmyndin á Netflix: The Others með Nicole Kidman Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Scream

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrir 10 árum síðan tók ég upp þann skemmtilega sið að horfa alltaf á hryllingsmyndir og spennutrylla í október í undirbúningi fyrir hrekkjavökuna. Þess vegna verða bara hryllingsmyndir til umfjöllunnar í fimmtudagsmyndinni í október. Backstreet Boys, magabolir, Spice Girls, smekkbuxur, Friends, X-files, Clueless og Scream er sirka það sem summar …

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Scream Lesa færslu »

Kynþokkafullu konurnar sem fá ekki að vera femínistar

Það virðist vera innbyggt í marga að vera sífellt að leita sér að fyrirmyndum, fólki sem gefur þeim nýja sýn á hversdagslega hluti og fólki sem það getur jafnvel litið til þegar eitthvað bjátar á. Í seinni tíð hefur það orðið æ algengara að fólki finnist sjálfsagt að leita þessarra fyrirmynda á meðal fræga fólksins …

Kynþokkafullu konurnar sem fá ekki að vera femínistar Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Rosemary’s Baby með Miu Farrow

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrir 10 árum síðan tók ég upp þann skemmtilega sið að horfa alltaf á hryllingsmyndir og spennutrylla í október í undirbúningi fyrir hrekkjavökuna. Þess vegna verða bara hryllingsmyndir til umfjöllunnar í fimmtudagsmyndinni í október. Ég skammast mín smá fyrir að segja frá því að ég lét langan tíma líða þar …

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Rosemary’s Baby með Miu Farrow Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Show Me Love eða Fucking Åmål

Show Me Love (1998) eða Fucking Åmål eins og við Íslendingar þekktum hana á sínum tíma var ein af mínum allra uppáhaldsmyndum þegar ég var unglingur. Hún var svo mikið uppáhald að enn í dag er Lukas Moodyson, leikstjóri myndarinnar, minn uppáhalds leikstjóri og ég hef séð allar myndirnar sem hann hefur gert eftir Fucking …

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Show Me Love eða Fucking Åmål Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin: The Whistleblower – Sönn saga af vændi og mansali

Fimmtudagsmyndin er valin einu sinni í viku flestar vikur ársins og líkt og nafnið gefur til kynna er hún kynnt á fimmtudögum. Þær myndir sem eru valdar geta verið allt frá fjölskyldumyndum til hryllingsmynda, valið er algjörlega byggt á því í hvaða skapi ég er í þá vikuna, en allar eiga þær það sameiginlegt að …

Fimmtudagsmyndin: The Whistleblower – Sönn saga af vændi og mansali Lesa færslu »

SAMBÖND: Að vera ekki ástfangin og sætta sig við það? Eða ekki?

Það er alveg einstaklega margt sem ég þoli ekki við það að vera einhleyp, númer eitt er það hvað ég þarf að borga háa leigu og númer tvö er það að vera stimpluð sem einhleyp. Persónulega finnst mér engin skömm fylgja því að vera einhleyp (fyrir utan þá einstaka þunglyndisdaga sem ég upplifi þar sem …

SAMBÖND: Að vera ekki ástfangin og sætta sig við það? Eða ekki? Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin: Now and Then – Konur í öllum aðalhlutverkum

Ég man enn eftir risastóra standinum sem auglýsti Now and Then í glugganum á vídeóleigunni á Akureyri sem varð til þess að ég suðaði og suðaði í mömmu um að fá að leigja þessa mynd, sem hún gerði svo fyrir mig einn daginn! Now and Then (1995) fjallar um fjórar æskuvinkonur Samönthu (Gaby Hoffman, Demi …

Fimmtudagsmyndin: Now and Then – Konur í öllum aðalhlutverkum Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin: Spice World – Kryddpíurnar fara á kostum

Fimmtudagsmyndin er valin einu sinni í viku flestar vikur ársins og líkt og nafnið gefur til kynna er hún kynnt á fimmtudögum. Þær myndir sem eru valdar geta verið allt frá fjölskyldumyndum til hryllingsmynda, valið er algjörlega byggt á því í hvaða skapi ég er í þá vikuna, en allar eiga þær það sameiginlegt að …

Fimmtudagsmyndin: Spice World – Kryddpíurnar fara á kostum Lesa færslu »

Áramótaheitið – Verum góð

Það er ótrúlegt hversu miklum sárindum manneskjur geta valdið. Við höfum líklega flest ef ekki öll sært einhvern einhvertíma hvort sem það er viljandi eða ekki, hvort sem það voru vinir, óvinir, ættingjar, ókunnugir, makar, kunningjar, vinnufélagar, skólafélagar eða fyrrverandi elskhugar. Við höfum flest sagt eða gert hluti sem við óskum seinna að við hefðum …

Áramótaheitið – Verum góð Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin: Romeo + Juliet – Í tilefni af fertugsafmæli Leonardo DiCaprio

Fimmtudagsmyndin er valin einu sinni í viku flestar vikur ársins og líkt og nafnið gefur til kynna er hún kynnt á fimmtudögum. Þær myndir sem eru valdar geta verið allt frá fjölskyldumyndum til hryllingsmynda, valið er algjörlega byggt á því í hvaða skapi ég er í þá vikuna, en allar eiga þær það sameiginlegt að …

Fimmtudagsmyndin: Romeo + Juliet – Í tilefni af fertugsafmæli Leonardo DiCaprio Lesa færslu »