Sumarlína Lancome 2012 er gullfalleg og inniheldur m.a annars pastel augskugga, pastel naglalökk, fallega varaliti og naglalökk og GRÆNT GLOSS sem mig langar rosalega að prófa!
EEEN ég þorði ekki alveg í hann þannig ég fékk mér fallegan varalit í staðin. Hann heitir Soft Marshmallow og er skææærbleikur. Hann er þó ekki alveg jafn bleikur þegar hann er kominn á varirnar en mjög flottur samt sem áður. Sérstaklega með smá tani og freknum!
Liturinn er einn af þrem varalitum úr línunni – einn dökkbleikur og einn appelsínugulur. Allir mjög girnilegir fyrir sumarið!
Alveg bragðlaus – sem ég elska! Get ekki varaliti með vondu bragði og ef bragðið er gott sleiki ég hann alltaf ósjálfrátt af! Þannig þessi er fullkominn! Hann þurrkar varirnar ekki og helst ágætlega vel á yfir daginn.
Mjög góður varalitur á góðu verði… kíktu á þessa línu næst þegar þú ferð í snyrtivöruverslun.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.