Allt fer í hringi og kemur sífellt aftur. Sama tískan poppar upp áratugum seinna – 40’s, 50’s, 60’s 70’s 80’s og 90’s… allt er þetta “inn” núna.
…Gamlar matarhefðir verða aftur á borðstólum – nú er ísskápurinn fullur af heimagerðum, dísætum sultukrukkum frá mömmu eins og í den. Meira að segja gömlu sjénsarnir eru aftur farnir að trylla dömurnar. Nú með örlítið breyttum formerkjum; fráskildir með eitt barn í forgjöf og etv bara mannlegri og sætari fyrir vikið?
Hvað varðar tískuna gætir áhrifa frá áttunda áratugnum í línum margra hönnuða, til dæmis hjá Armani.
Kjólarnir eru “figure-hugging” og svartir, oft með þrælsmart glimmer-slaufu í mittið og með síðum ermum. Ekki er sýnt of mikið af beru holdi og brjóstaskoran er vel falin! Þó grillir einstaka sinnum í bert bak. Svona kjólar eru alveg í anda þokkatígursins Grace Jones eins og þegar hún var upp á sitt besta í París með James Bond.
Gullna reglan er þessi: Less is more & simple is beautiful.
…Ekki sýna of mikið því það sem er augunum hulið verður miklu áhugaverðara fyrir vikið.
Svo minni ég ykkur á að mæta á Pjattrófusýninguna af September Issue sem verður sýnd í Háskólabíó næsta föstudag kl 20:00. Þar færðu að sjá allt það sem koma skal næsta tískuveturinn…og aðeins meira en það.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.