Þegar ég heyrði fyrst um The Hunger Games var ég ekki spennt. Ég hélt að þarna væri komin kvikmynd sem kvikmyndaframleiðendur væru í einhverri örvæntingu að framleiða til þess að fylla upp í skarð sem ekki væri hægt að fylla. Ég hélt að allar góðar ævintýraframhaldsmyndir væri búið að framleiða.
Eftir að hafa séð auglýsinguna nokkrum sinnum varð ég hins vegar forvitin og ákvað að lesa bókina einhvertíma þegar ég hefði tíma og horfa svo á myndina bara einhvertíma eftir að ég væri búin að því. Þar sem mér finnst alltaf best að lesa bókina fyrst til að geta ímyndað mér sjálf en eftir að hafa séð auglýsinguna nokkrum sinnum í viðbót ákvað ég hins vegar að ég gæti ekki beðið.
Og loksins kom myndin út og hún stóðst væntingar og rúmlega það, allavega fyrir áhorfanda sem ekki hefur lesið bækurnar. Myndin er flott og þá bæði þegar litið er til söguþráðar, sjónræna þáttarins og leikaravalsins. Krakkarnir og unga fólkið sem leika í myndinni standa sig alveg einstaklega vel og sagan heldur manni spenntum allann tíman. Þó að spenna sé kannski aðalorðið til þess að lýsa þessari mynd er hún samt líka fyndin inn á milli, hræðileg og sorgleg nokkrum sinnum og líka smá rómantísk, án þess að það sé gert að aðalefni myndarinnar.
Svo ég get mælt með The Hunger Games fyrir hvern sem er en sérstaklega þá sem hafa gaman að ævintýramyndum!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RNxb28j5C1w[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.