The Hunger Games í Laugarásbíó nýtur vinsælda meðal bíógesta og nær myndin til breiðs aldurshóps þrátt fyrir að vera unglingasaga.
Í The Hunger Games fer Jennifer Lawrence með aðalhlutverk en á meðan sýningu stendur nær hún að heilla mann upp úr skónum með túlkun sinni á persónuninni Katniss.
Jennifer fæddist í Louisville í Kentucky 15. ágúst 1990 og var hún aðeins 14 ára gömul þegar hún var uppgötvuð í borginni sem aldrei sefur, en vorið 2004 var hún stödd í New York þar sem var verið að taka upp H&M auglýsingu þegar hún bað um að mynd yrði tekin af sér.
Það leið ekki á löngu að haft var samband við Jen, eins og hún er kölluð af vinum sínum, og var henni boðið að leika í MTV auglýsingum en hún fékk sitt fyrsta hlutverk í bíómynd sem heitir Devil You Know.
Jennifer var valin á listann “Most Beautiful People in the World” af tímaritinu People árið 2010 ásamt því að vera ein af top 10 leikurum sem fylgjast á með. Hún spilar á gítar og kláraði menntaskólann tveimur árum á undan til að geta byrjað að leika en hún er önnur yngsta leikkonan til að fá Óskars tilnefningu fyrir bestan leik í aðalhlutverki.
Það verður gaman að fylgjast með þessari ungu leikkonu sem á klárlega framtíðina fyrir sér en hún mun koma fram í nokkrum bíómyndum á næstunni skv. IMDB.
Textinn er unnin upp úr IMDB
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.