Sigrún Þöll

Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 - d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár. Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.

Sigrún Þöll

JÓLIN: Sykurpúðasnjókorn út í heitt kakó

Martha Stewart er svolítið sniðug kona en hverri annarri en henni dettur í hug að gera snjókorn úr sykurpúðum til að setja út í heita kakóið? Reyndar er þetta ágætis hugmynd að gjöf, pakka fallega inn í sellofan með fallegri slaufu, láta fylgja með Swiss Miss kakó og fallegan kakóbolla, gasalega lekkert. Þú getur lesið uppskriftina …

JÓLIN: Sykurpúðasnjókorn út í heitt kakó Lesa færslu »

JÓLIN: Er barnið þitt hrætt við jólasveininn?

Það er draumur margra foreldra að láta taka mynd af ungviðinu með jólasveininum og fylgir draumnum að eiga mynd af því eins árs, tveggja ára, þriggja og svo áfram. Mæður jafnt sem feður (aðallega mæður samt) hlaupa í IKEA, Kringluna, Smáralindina með barnið í fanginu ofurspennt yfir auglýstri myndatöku meðan barnið er algjörlega grunlaust um …

JÓLIN: Er barnið þitt hrætt við jólasveininn? Lesa færslu »

BÆKUR: Hrafnsauga – unglingabók líka fyrir fullorðna

Fyrstu fimm mínúturnar sem ég las bókina Hrafnsauga hugsaði ég með mér “ohh ég er ekki viss um að ég nenni að lesa þessa”. En eitthvað gerðist því næst þegar ég leit á blaðsíðuna sem ég var á var hún númer 122! Ég gjörsamlega festist í bókinni og datt kylliflöt ofan í hana. Þriggja heima …

BÆKUR: Hrafnsauga – unglingabók líka fyrir fullorðna Lesa færslu »

SNYRTIVÖRUR: BIOTHERM – Skin Ergetic dagkrem með ávaxtailm

Ég held ég hafi aldrei lent í því að mæla ekki með Bio Therm vörum og þannig er það líka í þetta sinn. Bio Therm Skin Ergetic dagkremið er mjög hreint krem með ferskum ávaxtailm, fullt af andoxunarefnum sem verja húðina þína en kremið er jafnframt laust við olíur og paraben. Skin Ergetic er einnig …

SNYRTIVÖRUR: BIOTHERM – Skin Ergetic dagkrem með ávaxtailm Lesa færslu »

SNYRTIVÖRUR: Augnkrem frá Biotherm sem dregur úr þreytu kringum augun

BIOTHERM hefur sett á markað í fyrsta sinn augnkrem sem vinnur gegn einkennum þreytu í kringum augun og er kremið hluti af Skin Ergetic línunni frá fyrirtækinu. Augnkremið vinnur á baugum undir augum, pokum sem myndast oft og minnka hrukkur. Einnig virka augun frísklegri og þreytumerki minnka mjög fljótlega eftir að þú hefur reglubundna notkun …

SNYRTIVÖRUR: Augnkrem frá Biotherm sem dregur úr þreytu kringum augun Lesa færslu »

SNYRTIVÖRUR: Smokin Eyes frá Benefit – Fullkomið ferða ‘kit’

Ertu oft a ferð og flugi ? Ef svo er þá er hægt að kaupa augnskuggasett í Saga Shop Icelandair sem virkar! Afhverju segi ég sem virkar? Jú, ég hef oftar en ekki keypt mér snyrtuvöruferðasett sem eru einfaldlega bara ekki nógu góð, blýanturinn of harður, augnskuggarnir haldast illa og litirnir alltof daufir miðað við …

SNYRTIVÖRUR: Smokin Eyes frá Benefit – Fullkomið ferða ‘kit’ Lesa færslu »

BAKSTUR: Gleymdu kökurnar – Jólakaka, Marmarakaka, Brúnkaka og Sandkaka

Hver man ekki eftir formkökunum góðu sem bornar voru fram í þrjú kaffinu á sunnudegi í gamla daga… Jólakaka, Marmarakaka, Sandkaka og Brúnkaka. Allt í einu langaði mig í brúnköku með ískaldri mjólk og ákvað ég að slá til og hræra í eitt stykki. Nú er kakan inn í ofninum og íbúðin ilmar af gömlum …

BAKSTUR: Gleymdu kökurnar – Jólakaka, Marmarakaka, Brúnkaka og Sandkaka Lesa færslu »

BÆKUR: Hvítfeld Fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur

Kristín Eiríksdóttir sendir frá sér fyrir jólin 2012 sína fyrstu skáldsögu sem ber heitið Hvítfeld – Fjölskyldusaga, en á eftirminnilegan hátt skrifaði Kristín árið 2012 smásagnarsafnið Doris Deyr og kom það henni á kortið sem rithöfundi. Bókin Hvítfeld – Fjölskyldusaga fjallar um að mestum hluta um Jennu Hvítfeld en hún hefur látið fjölskylduna á Íslandi …

BÆKUR: Hvítfeld Fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur Lesa færslu »

JÓLIN: Sparaðu merkimiðakaupin – Föndraðu þá!

Um helgina var ég á jólahlaðborði þar sem mér var sagt frá sparnaðar- og endurvinnsluráði sem mér finnst einstaklega sniðugt. Ég geymi alltaf jólakortin frá því í fyrra svo þegar ég gref upp jóladótið rifja ég upp jólin árið áður, andvarpa og velti fyrir mér hvað ég eigi nú að gera við gömlu jólakortin. Jú …

JÓLIN: Sparaðu merkimiðakaupin – Föndraðu þá! Lesa færslu »

TEIKNMYNDIR: Átt þú þér uppáhalds Disney koss?

Disney myndirnar eru þekktar fyrir rómantík og að ævintýrin endi með ástríkum langþráðum kossi sem hefur þann mátt að álög brotna, skrímsli breytast í manneskjur, bollar í fólk og fólk sem hefur sofið í heila öld rumskar úr rotinu. Margar okkar eiga uppáhalds Disney sögu og þar af leiðandi uppáhalds teiknmynd þar sem kossinn tekur …

TEIKNMYNDIR: Átt þú þér uppáhalds Disney koss? Lesa færslu »

BÆKUR: Spádómurinn e. Hildi Knútsdóttur – Góð saga fyrir krakka

Sagan Spádómurinn eftir Hildi Knútsdóttur gerist í heimi þar sem mannfólkið fær við fæðingu vængi að gjöf. Þetta er vegna þess að ógn stafar að fólkinu vegna spádóms sem var fluttur nítíu árum áður en sagan gerist. Bókin er fyrir börn í kringum 11 ára aldurinn en eftir að hafa lesið bókina þá myndi ég …

BÆKUR: Spádómurinn e. Hildi Knútsdóttur – Góð saga fyrir krakka Lesa færslu »

BÆKUR: Ljósmyndum – Stafræn ljósmyndun skref fyrir skref

Vaka Helgafell gaf nú út á dögunum stórkostlega ljósmyndabók sem ber heitið Stafræn Ljósmyndun – Skref fyrir skref og er skrifuð af Tom Ang, margverðlaunuðum ljósmyndara, þáttastjórnanda og metsöluhöfundar. Í bókinni er farið í meðal annars í gegnum fyrstu skrefin í ljósmyndun, vald á ljósmyndatækni, hvernig breyta myndun, endubæta myndir og má sjá yfir 1000 …

BÆKUR: Ljósmyndum – Stafræn ljósmyndun skref fyrir skref Lesa færslu »

MYNDBAND: Foreldrarappið

Þessi tvö vita hvað þau segja/syngja/rappa um… þau voru einu sinni töff, en eru nú að skipta um bleyjur – sem er ekki svo töff. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=N_NspDWssIY&feature=youtube_gdata_player[/youtube]

BÆKUR: Stekk – Heimspekileg bók sem gaman er að kryfja

Sigurbjörg Þrastardóttir höfundur bókarinnar Stekk er þekkt ljóðskáld sinnar kynslóðar og hefur meðal annars verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Í ár gefur Sigurbjörg út bókina Stekk sem fjallar um unga konu að nafni Alexandra Flask sem býr í Barselóna vegna náms sem hún stundar. Alexandra sér lífið frá mjög heimspekilegu sjónarhorni og fróðlegt er …

BÆKUR: Stekk – Heimspekileg bók sem gaman er að kryfja Lesa færslu »