Nú hækkar sólin með hverjum deginum sem líður og er úr mörgu að velja þegar velja skal sólgleraugu.
Sólgleraugu eru ekki aðeins smart og flott á manni heldur eru þau einnig nauðsynleg við akstur á sólskinsdögum hér á klakanum.
Það er um að gera að fara og máta nokkrar týpur af sólgleraugum til þess að finna út hvaða gerð hentar þinni andlitsgerð og karakter. Á heimasíðu Mylifeisbrilliant má sjá heitustu trendin nú í sumar og hér er hægt að skoða úrvalið.
Í meðfylgjandi myndasafni má einnig sjá nokkrar gerðir af sólgleraugum.
GLEÐILEGT SUMAR!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig