Borðar sambýlingurinn nammmi og aðra óhollustu fyrir framan þig þó hann viti að það sé erfitt fyrir þig ? Kemur hann óvænt heim með óhollan skyndibita þrátt fyrir að þú hafir sagt honum að skyndibitinn megi bíða?
Reynir makinn að skemma fyrir þér ?
Hver gæti verið ástæðan ?
Afbrýðissemi og ótti. Hann gæti verið, enn og aftur, að reyna að halda aftur af þér til að láta þig vera eins og þú hefur alltaf verið. Hann gæti líka verið hræddur um að ef þú léttist, þá gætirðu fengið meiri athygli frá hinu kyninu og hugsanlega yfirgefa hann í kjölfarið.
Hvað er hægt að gera ?
- Segðu makanum að þú sért og verðir sama manneskjan og áður sama hvort þú ert 10,20,30 kg léttari eða þyngri.
- Mundu að þú berð ábyrgðina og ekki fara í fórnarlambshlutverkið.
- Segðu nei takk þegar makinn kemur heim með skyndibitamat, þú þarft ekki að borða fyrir aðra!
- Horfðu á erfiðar aðstæður sem tækifæri til að styrkja þig og biddu makann um að hjálpa þér frekar en að skemma fyrir þér.
Ertu búin/n að lesa:
Makinn og þyngdartap 1 – Ótti
Makinn og þyngdartap 2 – Sektarkennd
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.