Bætti makinn á sig meðan þú varst að léttast? Vissir þú að það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að þetta gerist ?
- Makinn hefur ef til vill áhyggjur af árangi þínum og að þú ert að taka heilsuna þína í gegn.
- Makinn gæti verið á ákveðnu mótþróaskeiði, meðvitað eða ómeðvitað og fer í kjölfarið að borða meira, eða borða óhollari mat.
Ef hann þyngist þegar þú léttist þá gæti hann verið að bæla niður tilfinningar sínar með því að borða enda gæti hann verið að upplifa ótta, reiði eða öfund út af jákvæðum breytingum sem eru að gerast í þínu lífi.
Byrjar makinn þinn að þyngjast þegar þú ferð að léttast ?
Hver gæti verið ástæðan ?
Mótþrói og sektarkennd. Sennilega er makinn ekki ánægður með líkamann sinn og gæti verið hræddur um að þú munir hætta að elska hann. Sumt fólk horfir nefnilega á allar jákvæðar breytingar í fari maka síns sem ógn gegn sér.
Hvað er hægt að gera ?
Það getur verið erfitt að ræða við makann sinn um að hann er að bæta á sig og er gott að stíga varlega til jarðar þegar þér finnst vera ástæða til að ræða þetta mál. Reyndu að fullvissa maka þinn um að þú elskir hann og enn og aftur bjóddu honum að taka þátt í átakinu þínu, en hafðu í huga að stundum er gott að tala við þriðja aðila ef þið finnið ekki lausn á vandamálinu. Það er allt í lagi að leita sér aðstoðar, það sýnir bara þroska og gæti hjálpað báðum aðilum að líða betur.
Ertu búin/n að lesa:
Sambönd og þyngdartap 1 – Ótti
Sambönd og þyngdartap 2 – Sektarkennd
Sambönd og þyngdartap 3 – Eyðilegging
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.