Ert þú búin að léttast um einhver kíló en makinn ekki? Hefur þú spurt sjálfa þig að því hvort þú lítir nokkuð niður á makann vegna þessa?
Lítur þú niður til maka þíns ?
Hver gæti verið ástæðan ?
Hér gætu verið ótti og stolt á ferð. Þú getur verið stolt af árangri þínum og þeim breytingum sem hafa átt sér stað og átt það líka svo sannarlega skilið en það er samt mikilvægt að muna að það er ekki hægt að neyða aðra manneskju að taka sig á ef hún er mótfallin því.
Hvað er hægt að gera ?
Við getum ekki alltaf verið sammála vali maka okkar en við ættum oftast að geta reynt að sýna skilning.
Mundu hversu erfitt það var fyrir þig að hefja þitt ferðalag og hvað það var erfitt að byrja að breyta hlutunum. Mundu hvernig það var þegar einhver var að segja þér að létta þig.
Rifjaðu líka upp hvernig þér leið þegar þú varst á sama stað og maki þinn er núna og hvernig þú hefðir viljað láta koma fram við þig.
Ertu búin/n að lesa:
Sambönd og þyngdartap 1 – Ótti
Sambönd og þyngdartap 2 – Sektarkennd
Sambönd og þyngdartap 3 – Eyðilegging
Sambönd og þyngdartap 4 – Þyngdaraukning
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.