BALMAIN HOMME kynnti herralínu sína á dögunum við góðar undirtektir.
Við sem fylgjumst með tískuheiminum vitum flestöll að fataverslanir eins og H&M og ZARA eru með starfsfólk í vinnu við að fylgjast með hvað er að koma ferskt á markaðinn.
Þessir starfsmenn fylgjast með tískunni á götunni, á tískupöllunum og stjörnunum ásamt því að heimsækja verslanir hjá hönnuðum. Versla t.d. skyrtu, kjól eða buxur sem hafa vakið áhuga í blöðunum eða ef einhver heit stjarna hefur sést í flíkinni. Varan er síðan send á saumastofu þar sem fatnaðurinn er kóperaður og saumaður með merki fyrirtækisins og áframsend í verslanir til sölu.
Yfirleitt er farið dult með að varan sé kóperuð og varan og auglýsingaherferðin unnin til að falla inn í línu fatamerkisins en það virðist sem ZARA hafi gleymt sér í kóperingunni, því herrafatalína Zöru er áberandi lík Balmain homme fatalínunni myndatakan, hárið og pósurnar á strákunum eru nánast eins.
Hvað finnst þér?
Vinstri: ZARA man haust -og vetrarlínan 2010 Hægri: Balmain haust -og vetrarlínan 2010
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.