Yvan Rodic er betur þekktur sem Facehunter og er þekktur bloggari og ljósmyndari.
Yvan var á Íslandi um seinustu helgi á Reykjavík Fashion Festival þar sem hann tók myndir af fólki og tískunni á okkar fallega litla landi og ég fékk að hitta hann sem var ýkt gaman!
Ég er búin að fylgjast með Yvan í nokkurn tíma. Hann tekur skemmtilegar og flottar myndir bæði af fólki og öðru og hefur ótrúlega næmt auga fyrir fallegum hlutum sem eru allt í kringum okkur.
Yvan gaf nýlega út bók sem ber einfaldlega nafnið Facehunter en hún hefur að geyma mikið af myndum af tísku-nördum um allann heim, líka Íslendingum.
Hér eru linkar á síðurnar hans Yvans:
www.facehunter.org
www.yvanrodic.blogspot.com
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.