Um síðustu helgi fór ég ásamt móður minni á uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen.
Það dugar ekkert minna en feldur og Yves Saint Laurent varalitur fyrir svona sýningu.
Ég er mjög hrifin af varalit frá YSL; Rouge Pur Pouture Golden Lustre. Varaliturinn gefur flotta silkiáferð og þurrkar ekki varirnar (allavega ekki mínar varir sem vanalega eru alltaf þurrar).
Þessi varalitur fæst í nokkrum litum, þar á meðal dökkum sem hafa verið vinsælir síðustu misseri.
Ég rakst á kennslumyndband frá Michelle Phan þar sem hún gefur góð ráð um hvernig best sé að nota dökka varaliti. Hún bendir m.a. á að þegar við notum dökka varaliti eigum við að passa að augabrúnir séu ekki of daufar, mjög góður punktur að mínu mati.
Rouge Pur Couture Golden Lustre frá YSL fær 4.6 af 5 inn á Sephora.com sem er nokkuð gott þar sem að viðskiptavinir Sephora eru nokkuð kröfuharðir og vandlátir á snyrtivörur.
[youtube]http://youtu.be/G3vv6dRqn1o[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.