Það kemur mér stundum alveg merkilega mikið á óvart hvað maður getur stundum gert ljóta hluti fallega og spennandi með lítilli fyrirhöfn og góðum ráðum frá sérfræðingum. Þetta dæmi sannaðist þegar blómapotturinn minn, sem var áður þvottapottur, fékk sína yfirhalningu.
Þessi merkilegi gripur gengdi áður því hlutverki að vera þvottapottur, sérstaklega til að sjóða þvott á háum hita. Neðst á honum er lítil lúga þar sem maður setti kol eða annað til að kynda með og svo var potturinn fylltur með vatni og þvottinum skellt ofan í.
Þetta ker (sem er óhagganlegt) hefur staðið í garðinum við húsið mitt árum saman og auðvitað hefur það látið á sjá eins og annað sem ekki er viðhaldið. Ég vissi bara ekki að það gæti verið svona léttur leikur að gera það fínt.
Slippfélagar kunna sitt fag
Ég leitaði til slippfélaganna hjá Slippfélaginu sem sponsaði mig með góðum ráðum og þessum líka fínu spreybrúsum sem ég notaði til að taka gamla blóma/þvottakarið í algera yfirhalningu! Með þar til gerðum vírbursta, grunni og silfurlituðu spreyi tókst mér á nokkrum næs klukkutímum að taka þetta alveg í gegn. Hlustaði á hljóðbók og fílaði mig í sólinni.
Fyrsta verkið var að bursta allt ryð af með þar til gerðum vírbursta. Svo spreyjaði ég kerið með grunninum og lét hann þorna og að lokum spreyjaði ég allt karið með silfurlitnum. Útkomuna má sjá á myndunum.
Mér finnst svo frábært hvað það er hægt að gera margt fínt og fallegt með smá tíma, góðum ráðum og örlítilli fyrirhöfn og enn betra hvað sérfræðingarnir eru til í að deila þekkingu sinni.
Með leiðbeiningum frá þeim og réttum tækjum og tólum er hægt að spara sér helling af peningum og klappa sér svo á bakið fyrir vel unnið dagsverk.
Kannski þarftu ekki að eyða fullt af peningum?
Ég skora á ykkur að kanna möguleikana á því sem er hægt að gera þegar þið eruð að velta því fyrir ykkur hvort þið ættuð að kaupa ykkur eitthvað nýtt eða gera við það gamla. Kannski verður gamla innréttingin alveg jafn fín og ný ef þið bara málið hana?
Kannski er hægt að mála gólfið, bílinn, styttuna, ljósakrónuna, róluna? Það er bara aldrei að vita! Tékkaðu bara á þeim hjá Slippfélaginu og spurðu. Þau vita bókstaflega allt.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.