Það er fátt skemmtilegra þegar veturinn gengur í garð með fullum þunga en að skoða káputískuna og áherslurnar.
Ég kíkti í búðir í Kringlunni og kannaði málið. Allskonar dýramynstur eru áberandi, sjáðu hvað það er fallegt að vera í áberandi dýramynstri og setja saman við látlausari föt. Hver og ein einasta pjattrófa ætti að eiga eitt rándýr í skápnum og svo annað villidýr í rúmin, eða hvað?
Persónulega er ég hrifin af gerviskinnum, enda mikill dýravinur. Í TopShop rakst ég á mjög flottan dýraskinnsjakka, stuttan og algert æði.
Mittið er komið aftur stelpur. Kápur sem leggja áherslu á fallegt mitt og kvenlegan vöxt eru algert möst í vetur. Slíkar kápur henta vel konum sem eru með annaðhvort stundaglas, eða ‘spítu’ vöxt.
Smelltu til að stækka myndirnar:
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.