Snillingurinn Kayne West og GAP eru á leiðinni í samstarf og er hönnunarlínan væntanleg á næsta ári. Kayne segist lengi hafa dreymt um að vinna með GAP. Samningurinn var innsiglaður síðasta fimmtudag og óhætt er að segja að margir bíði geðveikt spenntir, ekki síst eigendur GAP sem hafa í góðan tíma horft fram á minnkandi sölu.
Nú þegar er lógó klárt fyrir samstarfið en það er samsuða af GAP og Yeezy sem er hönnunarlína tónlistarmannsins merka. Til stendur að hann fatnað fyrir karla, börn og konur og góssið fer beint í allar GAP verslanir heimsins sem og á netið.
Hin ofursvala Mowalola verður yfir verkefninu
Það verður þó ekki aðeins Kayne sem mun koma að þessu öllusaman því auðvitað hefur hann ekki tíma til þess. Mikið að gera hjá honum með Kim og börnin svo ekki sé minnst á tónlistarferilinn og fleiri verkefni. Sú sem hefur verið ráðin „creative director“ yfir verkefninu er hin nígerísk ættaða Mowalola Ogunlesi en konur gerast ekki mikið svalari en hún.
Mowalola Ogunlesi útskrifaðist frá Central St. Martins í London þar sem hún er uppalin. Mowalola hefur verið að vinna ansi mikið með leður, minipils og önnur ofursexý element sem munu pottþétt blandast eitthvað skemmtilega við það sem Kayne hefur verið að brasa. Af nýjustu línunni hans að dæma er hann í frekar organic skapi. Allt mjög beige og grátt hjá kallinum.
Síðustu færslur…
- UPPSKRIFT: Kryddbrauð með spelti, höfrum og kakó
- UPPSKRIFT: Dúnmjúkar vöfflur í hollustubúning
- Kúrbíts og sætkartöflusnakk – Fyrir týpuna sem elskar að snakka en vill heldur hafa það hollt
- 20 atriði sem Oprah er alveg handviss um (og eiginlega ég líka)
- Chili og karrý grænmetispottréttur sem gerir út af við flensuna
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.