#WomanCrushWednesday er notað af fólki um allan heim hvern miðvikudag. Hashtaggið er notað svo að fólk geti tjáð tilfinningar sínar í garð einhverrar ákveðinnar konu sem viðkomandi er skotin/n í og oftar en ekki er viðkomandi kona fræg. Ég er skotin í alveg helling af frægum konum og ætla þess vegna á hverjum miðvikudegi að skrifa um konur sem ég dáist að vegna einhvers sem þær hafa áorkað, vegna þeirra persónulega stíls eða vegna einhvers sem þær hafa sagt eða gert.
Emma Thompson
Í seinustu viku skrifaði ég um Sense and Sensibility í fimmtudagsmyndinni og rifjaði upp ódauðlega ást mína á Emmu Thompson. Ég man ekkert hvar ég sá Emmu fyrst, mér finnst bara eins og ég hafi dást að henni alla tíð. Í fyrstu bara fyrir það hvað hún er falleg og hvað hún er með fallegan hreim. Seinna meir fór ég svo að dást að því hvað hún er með fáranlega góðan húmor og því hvað hún er vel liðin af öllum sem hafa unnið með henni.
Tíu ástæður fyrir því að ég elska Emmu Thompson (og þú ættir að gera það líka):
Húmorinn
Ég gæti bókstaflega fyllt þessa færslu af GIF-um og myndböndum þar sem Emma er það fyndnasta undir sólinni en ég ætla að láta þessi GIF duga:
Á frumsýningunni á Saving Mr. Banks
Óskarinn 2014
“Þú hefur sagt að það að dansa við Karl Bretaprins sé betra en kynlíf…”
Um Arnold Schwarzenegger
Um Fegrunarráð
Óskarinn
Hún er eina manneskjan í sögunni sem hefur unnið Óskarinn bæði fyrir besta leikinn (Howards End) og fyrir besta handritið (Sense and Sensibility)!
Karakterarnir
Hún hefur einstakt lag á því að velja karaktera sem ég elska, stundum elska ég að hata þá en ég elska þá alltaf.
Saving Mr. Banks – P.L. Travers
The Love Punch – Kate
Much Ado About Nothing – Beatrice
Love Actually – Karen
Meryl Streep
Emma og Meryl hafa lengi verið vinkonur og Meryl var mjög móðguð fyrir Emmu hönd þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Saving Mr. Banks hún flutti líka þessa ræðu um vinkonu sína fyrr á árinu.
Sonur hennar
Emma á ættleiddann son með eiginmanni sínum, Greg Wise. Tindy Agaba var fyrrverandi barnastríðsmaður í Rúanda þegar Emma og Greg kynntust honum.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=8-S-0ZN9Mh8[/youtube]
Hún er eins og við!
Hún hefur aldrei reynt að þykjast vera eitthvað betri en við og hún deilir þeim hlutum af sínu einkalífi sem hjálpa fólk tengir auðveldlega við.
Það eru því miður margir sem líta til fræga fólksins og bera líf sitt saman við líf þessara einstaklinga sem eru miklu ríkari en við flest, sem lifa miklu virkara félagslífi og sem búa við veruleika sem mjög lítil prósenta af okkur mun nokkurtíma upplifa, þó ekki væri nema sýnishorn. Fræga fólkið gegnir hins vegar engan vegin þeirri skyldu að þurfa að deila einkalífi sínu með okkur hinum en það er alltaf gaman að sjá þegar frægir einstaklingar gera það á “gagnlegan” hátt.
Um uppeldi:
Alvarleikinn
Þó hún sé fyndin þá getur hún líka sagt hluti sem eru svo sannir og svo réttir og sem eru því miður ekki sagðir nógu oft, stundum setur hún þá upp á fyndinn hátt en stundum segir hún þá bara hreint út:
Náttúruunnandi
Henni er annt um umhverfið og náttúruna og sýnir það í verki.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=fFNqKA8VBGU[/youtube]
Enginn grætur eins og húúúún…
Ég veit að lagið er ekki þannig en þetta á bara fullkomlega við þar sem það grætur enginn eins og Emma Thompson. Hugsið um grátinn hennar Claire Danes í Romeo + Juliet, Emma er akkúrat hinum megin á skalanum!
Emma sagði um grátinn í Sense and Sensibility að hann hefði átt að vera fyndinn, þess vegna hefði atriðið verið látið endast svona lengi. Persónulega fór ég bara næstum því út í “ugly cry” með henni, en ég græt líka yfir öllu! Gráturinn er núna orðinn að vinsælu viðbragðs GIF-i á tumblr, eðlilega þar sem hann er í heild sinni mikil snilld.
Hún hefur alltaf verið svona!
Það er fullt af fólki sem var bara að uppgötva snilldina sem er Emma Thompson á þessu ári, það er snilldina sem persónan Emma Thompson er en ekki leikarinn. Sumir hafa eflaust haldið að allt í einu hafi hún verið orðin það stór stjarna eða það gömul (þó hún sé ekki gömul) að hún hafi bara allt í einu ákveðið að vera sama um það sem öðrum finnst um hana en raunin er að hún hefur alltaf verið algör húmoristi og snillingur.
Golden Globes 1996
Golden Globes 2014
Mér er alveg sama hvað þú gerir annað í lífinu, gerðu þér bara þann greiða að liggja í eins og eina viku yfir öllum myndunum hennar Emmu Thompson og öllu sem þú finnur með henni á YouTube, ég lofa því að það er þess virði. Ef þetta er ekki nóg til að sannfæra þig þá ættiru allavega að hafa vit á því að gera eins og The Sopranos segja þér:
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.