#WomanCrushWednesday er notað af fólki um allan heim hvern miðvikudag. Hashtaggið er notað svo að fólk geti tjáð tilfinningar sínar í garð einhverrar ákveðinnar konu sem viðkomandi er skotin/n í og oftar en ekki er viðkomandi kona fræg. Ég er skotin í alveg helling af frægum konum og ætla þess vegna á hverjum miðvikudegi að skrifa um konur sem ég dáist að vegna einhvers sem þær hafa áorkað, vegna þeirra persónulega stíls eða vegna einhvers sem þær hafa sagt eða gert.
Ellie Goulding
Ég heyrði nafnið Ellie Goulding í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum síðan og tengdi hana strax við einhverskonar FM957 froðupopp sem ég hlustaði ekki á þá. En eftir að lagið Anything Could Happen var notað i stiklu fyrir aðra seríu af Girls fór ég að laumast til að hlusta á hana stöku sinnum og eftir það var ekki aftur snúið. Ellie Goulding er töffari með mjög fallega og öðruvísi rödd og ég get bara ekki neitað því!
Tíu ástæður fyrir því að ég elska Ellie Goulding (og þú ættir að gera það líka):
1. Röddin
Ellie er með rödd sem er bara engu lík, sumir segja að hún sé að syngja vitlaust og þess vegna sé röddin hennar svona rám og svona mikil öndun í gangi… -en stundum er einmitt það sem er “gallað” það fallegasta sem maður heyrir eða sér.
Þó að Anything Could Happen hafi verið lagið sem fékk mig til að byrja að hlusta á Ellie þá er þetta lag í akkúrat þessari útgáfu það sem lét mig falla gjörsamlega fyrir henni:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=yTyL7p0E0Fk[/youtube]
2. Líkamsræktin
Hún hleypur á hverjum degi og finnst mjög mikilvægt að halda sér í formi. Hún tekur þátt í hlaupum og maraþonum um allan heim og leggur áherslu á það að vera í góðu formi langt fram yfir það að vera grönn.
“Ég hef alltaf stundað líkamsrækt og ég elska að hlaupa; það er mikilvægasti hlutinn af lífi mínu. Ég held þetta snúist um einhverskonar eðlishvöt til að lifa af, þó ég muni ekki hafa neitt annað mun ég þó hafa heilsuna.”
-Ellie Goulding-
Og já hún hleypur líka í bleikum hlébarða stuttbuxum, reynið bara að toppa það! Ellie hefur leikið í auglýsingum fyrir Nike þar sem hún er auðvitað, eins og alltaf, algjör töffari!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=xkmJhWZwTZw[/youtube]
3. Tónlistin
Hún syngur ekki bara góð lög heldur semur hún langstærstan hluta af tónlistinni sinni sjálf og hefur alltaf gert. Á seinustu tveimur plötum frá henni voru 34 lög og hún tók þátt í að semja 31. Þar að auki er hún líka með puttana í því að pródúsera lögin sín og hún spilar á gítar.
4. Fjölbreytnin
Þetta er uppáhalds lagið mitt með henni í dag:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=7Um8Q-5UL0E[/youtube]
En hún syngur líka svona lög:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=an4ySOlsUMY[/youtube]
Og coverar svo svona lög sem aðrir “eiga” og gerir þau að sínum eins og ekkert sé auðveldara:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=wU_TxQrK370#t=36[/youtube]
5. Fangirl
Hún er stærsti aðdáandi Aaron Paul og hann er stærsti aðdáandi hennar…neinei ég er ekkert afbrýðssöm!
Þau tóku saman þátt í þessu með Jerome Jarre og Lorde, gengu upp að pari sem var á deiti og hvöttu þau til að kyssast…sem þau gerðu víst, enda lítið annað hægt í þessum félagsskap.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=LB8Srl3_ZWY[/youtube]
6. Töffari
Ég elska fatastílinn hennar og ef ég væri fræg myndi ég pottþétt klæða mig eins og hún, casual og þægilegt en samt eitthvað svo fallegt…en því miður eru fá tækifæri fyrir mig í dag til að klæða mig í magaboli og þess háttar, þó ég væri í formi til þess.
7. Hreinskilnin
Okkur kemur hennar einkalíf auðvitað ekkert við en Ellie talar samt oft á mjög opinskáan hátt um líf sitt en einhvernvegin hef ég aldrei séð að það verði henni að falli eins og svo mörgum öðrum.
Hún neitar vissulega að tala um vissa hluti, líkt og það hvort hún og Ed Sheeran hafi verið par, hvað þá að lagið hans Don’t sé um hana (og vissan meðlim One Direction) en það vita flestir sem halda mikið upp á hana að seinasta platan hennar, Halycon Days, er nær öll um fyrrverandi kærastann hennar, Greg James, og hún talaði einnig mjög opinskátt um samband sitt við Skrillex og núverandi kærastinn hennar er nær daglegur hluti af póstum hennar á samfélagsmiðla.
Ástarlífið er samt ekki það eina sem hún hefur verið hreinskilin með en hún hefur einnig talað á opinskáan hátt um föður hennar sem yfirgaf fjölskylduna hennar þegar hún var 5ára og hún hefur varla talað við síðan, kvíðaköstin sem hún fékk sem voru það alvarleg að suma daga komst hún ekki út úr húsi og lága sjálfstraustið sem hún hafði þegar hún var að byrja:
“Það er önnur stelpa innra með mér sem átti að fara slæmu leiðina. Hún átti að vinna í láglaunastörfum sem leiða ekkert, nota eiturlyf, vera dónaleg og vera alveg sama um allt og alla. Og það er dökka hliðin mín, held ég, og ég verð að horfast í augu við það að þessi stelpa mun aldrei hverfa að fullu.”
-Ellie Goulding-
8. Húmorinn
…sem kemur oftast í ljós út af hreinskilninni.
9. Gouldiggers
Gleymið Beliebers, Swifties, Directioners og Selenators, Gouldiggers er einfaldlega besta nafn á aðdáendahóp fyrr og síðar…..eða deilir allavega fyrsta sætinu með aðdáendum Ed Sheeran (Sheerios).
10. Dansinn
Sem er alltaf bara annað hvort mega lúðalegur eða mega heitur en GIF-in segja meira en þúsund orð…
Bónus – Hún er að deita Dougie úr McFly
Okei ég veit að maður á ekkert að vera að dæma fólk eftir makanum en þau eru bara of sæt saman og Dougie aðeins of heitur til að sleppa honum úr þessari umfjöllun.
Þau örfáu 90’s og 00’s börn á Íslandi sem héldu eitthvað upp á McFly, halló hver elskaði ekki It’s All About You, (nema þá kannski þeir sem eru með hjarta úr steini), muna líklega ekki neitt svakalega eftir Dougie þar sem Harry var bara miklu sætari þó hann væri með mullet. Dougie var líka bara svakalega venjulegur í útliti en núna er sko öldin önnur! Harry er samt alveg líka ennþá heitur sko… (af hverju veit ég hvað þetta lið heitir?!?)
Ellie Goulding er klárlega tónlistarmaður sem allir sem hafa gaman að poppi og elektró tónlist ættu að vera að fylgjast með. Hún gefur nýja tónlist út í sífellu, bæði sína eigin tónlist sem og tónlist sem hún gerir í samstarfi við aðra.
Tónlistin er samt sem áður svo sannarlega ekki það eina sem hægt er að leita til hennar með til að fá innblástur því hún hefur líka meira fram að færa!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.