Leikarinn Will Ferrel segist vera svo vinsæll hjá unglingum að hann sé að breytast í 46 ára útgáfu af strákabandinu.
Í hvert sinn sem hann bregður sér af bæ, til dæmis út að borða, lyppast æpandi unglingar niður í kringum leikarann sem hefur af þessu áhyggjur.
“Ég er að verða eins og 46 ára útgáfa af One Direction. Allir fimm bara troðið í einn miðaldra mann.”
Will segist ekki alltaf hafa verið jafn sjálfsöruggur og hann er í dag heldur þvert á móti:
“Ég var skelfilega feiminn. Ég þurfti að hitta fólk oft þangað til ég varð öruggur með mig, um leið og það gerðist fengu samt allir að sjá minn innri mann en þangað til sagði ég ekki orð,” segir hann og bætir við að þá hafi fólk oft orðið steinhissa.
“Þá bara… bíddu, þú ert fyndinn! Ég var aldrei óánægður með mig mér fannst ég bara ekki beint þurfa að ganga í augun á fólki en á sama tíma langaði mig að tilheyra.”
Will Ferrel hefur margoft verið kosinn fyndnasti maðurinn í Hollywood en samt finnst honum hann ekki tilheyra A-listanum eða þeim allra frægustu í Hollywood. Hann veltir því fyrir sér hvort hann vakni einn daginn og átti sig á að þetta var bara allt saman draumur. Í viðtali við Sunday Times sagði hann að honum liði stanslaust eins og hann hafi svindlað sér í eftirpartý fyrir VIP fólkið: “Og svo finnst mér ég alltaf eiga eftir að átta mig á að ég á alls ekkert að vera þarna, er ekki í jakkafötum heldur stuttbuxum.”
Fræga fólkið upplifir sig greinilega stundum á skjön eins og allir aðrir… skemmtilegur hann Will og ekki bara fyrir unglingum því okkur finnst hann skemmtilegur líka.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.