Það voru mjúk ský í skónum mínum þegar ég gekk út af snyrtistofunni Mizú í morgun eftir fótsnyrtingu sem er jú nauðsynlegur hluti af vorverkum sannra Pjattrófa.
Á stofunni, sem er í Borgartúni 6, ræður ríkjum snyrtifræðingurinn Þórunn Kristín Snorradóttir, sem er einnig tattú- og förðunarfræðingur.
Mizú er japanska orðið yfir vatn og er það frumefni einmitt nokkurs konar þema á þessari fallegu og rúmgóðu snyrtistofu þar sem stórt, glaðlegt fiskabúr og lítill foss gefa tóninn.
Ég skellti mér í fótsnyrtingu en auk þess er þjónusta fótaaðgerðarfræðingsins Helenu einnig á stofunni, ef frekari viðgerða er þörf. Eftir að fætur höfðu verið lagðir í bleyti í heitu og mjúku vatni, var húðin röspuð og nudduð og neglur klipptar.
Dúnmjúkar tásurnar voru svo lakkaðar í sumarlegum fagurbleikum lit og varð ég alveg að stilla mig um að hlaupa ekki berfætt út í Borgartúnið!
AKADEMÍSKT ANDLITSBAÐ
Þá tók við himneskt andlitsbað – húðin hreinsuð og skrúbbuð, brúnir vaxaðar og augabrúnir og augnhár lituð.
Á meðan aðgerð stóð yfir lá ég í notalegum leisígörl stól sem gaf mér nudd á bakið og mér var pakkað vandlega inn í teppi. Á Mizú er frönsku snyrtivörurnar Academie notaðar og gerðu þær ótrúlega góða hluti fyrir húðina mína, sem var orðin nokkuð þurr og þreytt eftir veturinn eins og hjá okkur flestum.
Öll hefðbundin snyrtistofuþjónusta er í boði á Mizú en að auki státar stofan af heilsumeðferðum á borð við íþróttanudd, heilsunudd og sogæðanudd. Ein Pjattrófanna dásamar sogæða/slökunarnuddið sem hún fékk hjá Helgu Olgeirsdóttur sem starfar á Mizú og henni fannst ótrúlega endurnærandi. Sogæðanudd afeitrar líkamann, róar hugann og losar um sitt lítið af hverju, eins og t.d. appelsínuhúð og annað í þeim dúr. Það þarf þó alltaf að hafa í huga að velja sér nudd eftir líkamsástandi og oft er gott að láta nuddarann um að meta það. Helga býður upp á ýmsar tegundir af nuddi og hún er sanngjörn þegar kemur að verði.
Eftir að serum var borið á andlitið var rakamaski settur á húðina og ég fékk að gleyma mér við slökunartónlist, innpökkuð eins og sælt og satt ungbarn.
Enda var hreinlega einhver hluti æskuljómans endurheimtur við þetta andlitsbað – sem minnti mig á mikilvægi þess að láta sérfræðing dekra reglulega við andlitshúðina og kannski sérstaklega núna, rétt áður en sumarið skellur á.
Þá tók við himneskt andlitsbað – húðin hreinsuð og skrúbbuð, brúnir vaxaðar og augabrúnir og augnhár lituð. Á meðan aðgerð stóð yfir lá ég í notalegum leisígörl stól sem bæði gaf mér nudd á bakið og hiti streymdi frá auk þess sem mér var pakkað vandlega inn í teppi.
Á Mizú er notast við frönsku snyrtivörurnar Academie og reyndust þær gera ótrúlega góða hluti fyrir andlitshúðina mína, sem var orðin nokkuð þurr og þreytt eftir veturinn.
Þá er óskastaðan sú að vera búin að undirbúa sig vel fyrir langþráða sólargeislana.
Academie andlitsbaðið er á fínu verði; eða aðeins 6900 krónur og ef plokkun og litun er tekin með er verðið 9.300 krónur. Húðhreinsun er svo annar kostur en hún felur í sér auk hreinsunar: Gufu, peeling, maska og næringu og kostar 6000 krónur.
Smelltu HÉR til að skoða tíma hjá Mizu og fræðast meira um stofuna og HÉR til að skoða FB síðuna þeirra.
Hrund Hauksdóttir er blaðamaður, hljóðbókalesari, nautnaseggur og pjattrófa. Hún stundaði háskólanám í fjölmiðlun í Bandaríkjunum og félagsfræði við HÍ. Hrund ritstýrði Vikunni frá 2000-2002 og var eins konar partípenni sunndagsútgáfu Morgunblaðsins 2006-2009, þar sem hún skrifaði undir heitinu Flugan en undanfarin 6 ár hefur Hrund skrifað kynningarefni fyrir Frjálsa Verslun.
Nýjasta Pjattrófan er miðbæjarmaddama sem les bækur af ástríðu, stundum nokkrar í einu, enda er hún í tvíburamerkinu og skiptir hratt og auðveldlega um skoðun.