Eflaust svalasta samstarfið i tískuheiminum þessa dagana: Hin breska ‘amma pönksins’ Vivienne Westwood í samstarfi við Lee gallabuxnafyrirtækið og hafa samsett hönnun Westwood við Lee gallabuxurnar og nefnt fatalínuna: Vivienne Westwood Anglomania & Lee Collection.
Dame Westwood hefur greinileg áhrif á fatalínuna þar örlar fyrir dass af pönki, þröngar gallabuxur með töff prenti við stutta boli, víðar peysur og hælaskó, víðari gallabuxurnar eru teymaðar við köflótta blazer jakka og handtöskur.
Vivienne Westwood Anglomania & Lee Collection fæst í verslunum Vivienne Westwood en mun einnig fást í þessum netverslunum: Zappos Couture, Net-A-Porter og Asos.
Verð á flíkunum mun vera frá ca. 15,000 -40,000 krónur og þú getur skoðað meira hér og hér og hér.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.