Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nýjasta ilmvatnið mitt frá Juicy Couture, Viva la Juicy Noir, því það er einfaldlega æðislegt.
Ilmurinn er léttur en þó kryddaður og mjög þokkafullur með smá dass af leyndardómi.
Juicy Couture er þekkt fyrir flotta hönnun á ilmvatnsglösunum sínum en hver flaska er hreint listaverk og vekur athygli fyrir fegurð sína.
Glasið er dökkbleikt með skjaldarmerki og svartri satín slaufu en tappinn á glasinu minnir á stóran demant.
Viva la Juicy er eins og nafnið gefur til kynna kvöldilmur og samanstendur af berjum, mandarín, karamellu, amber, vanillu og blöndu af hunangi og jasmín.
Þrátt fyrir að Viva la Juicy flokkist sem kvöldilmur, því hann er aðeins þyngri en hinn klassíski ilmur frá Juicy Couture, þá nota ég hann á daginn líka vegna þess að ég fíla hann alveg örlítið kryddaðri og þyngri en dagilminn.
Dásemd í flösku, það er það sem Viva la Juicy Noir er! Fegurð og glæsileiki.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.