Það er sitthvað sem konur (og stöku menn) hafa gert í gegnum tíðina til að halda hárinu glansandi og fallegu. Eitt af þessu er að nota egg til að styrkja það og gefa því góða innspýtingu af próteinum. Snilldar ráð og vissulega eitthvað sem kemur sér vel fyrir budduna.
Pískaðu saman þremur eggjum með pínu slettu af góðri olíu (ólífu t.d.) og berðu þetta í endana á hárinu, eða frá eyrum og niður. Láttu maskann bíða í 15-30 min, án þess að hylja hárið og skolaðu svo úr með tveimur umferðum af freyðandi sjampói. Sleppa næringu í lokin.
Þetta er fínt að gera einu sinni til tvisvar í viku og best í sítt og ómeðhöndlað hár.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.