Vinur minn sagði mér í morgun að í nótt sem leið hefði einhver lokað svefnherbergishurðinni þéttingsfast heima hjá honum.
“Það er klár mál að þarna er draugur á ferð, ” sagði hann alvarlegur í bragði og ég sperrti strax eyrun enda ekki á hverjum degi sem karlmenn fást til að viðurkenna hið hulda. Oftast segja þeir draugagang aðeins til í kollinum á okkur konum. Vinur minn er hárnákvæmur og segist alltaf hafa svefnherbergishurðina opna upp á gátt, af því leiði að um draug sé að ræða.
Kalt mat hjá manni sem reykir Camel filters og er mikið karlmenni.
Og alvöru karlmenn redda málunum. Hringja í pípara ef það er bilað rör, smið ef það þarf að laga glugga… eða þá draugabana. Vinur minn hringdi í einn slíkan á áttræðisaldri sem ætlar að koma við í vikunni og kveða niður veruna.
“Já, já, það er margt sem er á sveimi vinur minn,” sagði sá gamli og ráðlagði að beðið væri fyrir verunni sem þarna væri á sveimi í millitíðinni.
Framhald síðar…
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.