Vinur minn fór út á lífið og ég fylgdi með…
Þar sem við stóðum við barinn kemur annar karlmaður og skellir drykk í hendurnar á mér, svo snögglega að ég rétt náði að þakka fyrir. Nema hvað, maðurinn fer svo eitthvað að toga í mig og draga mig að sér.
“Karlar halda alltaf að þeir eigi konu ef þeir kaupa handa henni drykk,” segi ég við vin minn.
Hann horfir á mig og brosir út í annað. Tekur smá sopa af bjórnum og segir sposkur:
“Konur halda alltaf að karlmenn séu að reyna við þær ef þeir bjóða þeim upp á drykk!”
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.