Sem mikil áhugamanneskja um vín ákvað ég að gera örstutta samantekt yfir það sem er gott að vita um rauðvín.
Hvernig er rauðvín búið til?
Dökk vínber eru notuð við framleiðslu rauðvína. Hýði berjana eru látin gerjast með safanum en þannig fær rauðvín litinn sinn. Hversu mikið tannín er í víninu fer eftir hversu lengi safinn fær að gerjast með hýðinu. Eins og flestir vita er talað um mismundandi árganga af víni. Gæði árganganna velta aðallega á veðurfarinu yfir ræktunartímann enda þroskast berin eftir því. Algengustu rauðvínstegundirnar eru:
- Cabernet Sauvignon
- Merlot
- Pinot Noir
- Syrah/Shiraz
- Rioja
Ef rauðvín á að anda skal hella því í karöflu 15-20 mínútum áður en það er drukkið. Þetta á oft við um vín sem eru í þyngri kantinum eins og t.d. Rioja.
Afhverju lætur fólk vínið snúast í glasinu fyrir smökkun?
Jú til að fá meira súrefni í vínið. Um leið og súrefni hvarfast við vínið þá opnast það. Við þetta mýkist vínið og ilmurinn eykst. Hinsvegar skal passa að vínflaska sé ekki opin of lengi, það gæti skemmt bragðið.
Á vínið að vera volgt?
Nei hreint ekki. Og öfugt við það sem margir halda á vín ekki alltaf að vera við stofuhita þegar þess er neytt. Kjörhitastig á mörgum rauðvínstegundum er um 16 gráður eða aðeins undir stofuhita. Eftir að þú ert búin að opna flösku má geyma hana inni í ísskáp og ætti hún þá að endast í tæpa viku. Gott er að eiga tappa sem tæma súrefnið úr flöskunni en þeir koma sér líka vel ef þú vilt geyma opna freyðivínsflösku.
Vonandi kemur þessi einfaldi fróðleikur sér vel. Ef þig vantar aðstoð við að skipuleggja veislu, velja víntegundir, vita hvað þú þarft mikið magn af mat og drykk og margt fleira þá máttu gjarna kynna þér þjónustuna mína á Veisluþjónar.is
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður