Nú er verslunarmannahelgin liðin og við erum komin með hugann að hausti. Grillveislunum fækkar og okkur er farið að langa til að komast aftur í rútínu… og form.
Eins og gengur þá bætum við alltaf á okkur nokkrum kílóum á sumrin. Það eru sko allar þessar veislur, útilegur, flakk og snakk og svo klikkum við alveg á ræktinni af því planið var sko að fara út að ganga…
Hér er fróðleg grein úr tímaritinu Womens Health þar sem einhver sérfræðingurinn segir frá því hvað skuli gera, vilji maður komast í toppform á tveimur vikum. Þetta kostar auðvitað hrikalegan sjálfsaga og ákveðni en við uppskerum eins og við sáum og það á vissulega við um líkamann eins og annað.
Í raun er þessi tveggja vikna uppskrift í ætt við detox meðferð því hér er öll óhollusta tekin úr umferð og grænmetið tekið inn í staðinn.
Niður með hitaeiningar og upp með hraðann:
Taktu amk 20 mínútur á dag þar sem þú hreyfir þig og styrkir af krafti. Þetta er hægt að gera í ræktinni eða heima. Finndu bara eins og eina eða tvær rútínur á youtube, DVD eða á brettinu í ræktinni og taktu hressilega á því í 20 mínútur.
Út með sykur, áfengi og hröð kolvetni:
…Og hættu að borða hvítt hveiti, pasta og allt mjúkt brauð. Borðaðu jafnframt lítið af trefjum eða um 25 gr. á dag. Allt þetta gerir það að verkum að þér finnst þú útblásin, með stóran maga og full af ‘vatni’.
Í staðinn er gott að háma í sig vatnsmelónur, aspas, þistilhjörtu, agúrkur, drekka grænt te og búa til spínat og engiferdrykk í blandaranum.
Grænmeti, prótein og svolítið af góðri fitu:
Kvöldið áður en stóra stundin verður skaltu fá þér eins og um 140 gr af mögrum fiski (ýsa, þorskur), bökuðu grænmeti (ekki kartöflur samt) og búa til spínatdressing með þessu:
- 2 lúkur af spínati
- 2 tsk ólífuolía
- sítrónusafi eftir smekk
- Blanda í blandaranum og hella yfir fiskinn.
Servera með bökuðu grænmeti í góðu magni.
…mmm
Drekktu svo ríkulega af vatni meðan á átakinu stendur, grænt te losar um vatn, forðastu salt og allan tilbúinn, frosin eða pakkaðan mat og enn og aftur – bless í bili; nammi, áfengi og bakkelsi.
Haltu þig við efnið með góðu skipulagi, einn dag í senn og þú munt sjá árangurinn fljótt!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.