Pjattrófurnar lýsa eftir átta konum sem hafa áhuga á að prófa Blue Lagoon andlitsvörur í fjórar vikur og segja svo frá hvernig þeim líkaði.
Dömurnar átta fá húðgreiningu hjá snyrtifræðingi Blue Lagoon; andlitsbað sem hæfir þeirra húðgerð í Blue Lagoon Spa og sérvalinn glæsilegan andlitsvörupakka fyrir hverja og eina með vörum úr andlitslínu Blue Lagoon: hreinsi, serum, rakakremi og silica mud mask.
Í lokin er dömunum boðið í lítið hóf þar sem þær hittast yfir kampavínsglasi, segja frá sinni reynslu og skemmta sér saman.
Húðgreining:
Dömurnar fá tíma hjá snyrtifræðingi Blue Lagoon í verslun Bláa Lónsins á Laugavegi 15 í Reykjavík.
Þar verður húð þeirra greind, þær fá fræðslu um húðumhirðu og virkni Blue Lagoon varanna, húðvörur eru valdar fyrir hverja og eina auk þess sem útskýrt er hvernig best er að nota vörurnar.
Þið notið vörurnar samviskusamlega í 3-4 vikur og endið svo á að fara í 75 mín andlitsbað í Blue Lagoon Spa í Glæsibæ:
- Anti-aging & lifting
- Hydrating & destressing
- Purifying & detoxifying, sem hreinsar húðina og auðveldar upptöku virku innihaldsefnanna úr andlitslínu Blue Lagoon varanna.
Ef þú ert spennt skaltu fara á Facebook síðuna okkar (gera like fyrst ef þú ert ekki búin að því) og þar skaltu segja af hverju þig langar að prófa vörurnar eða af hverju þú ættir að vera valin. Svo veljum við átta konur á aldrinum 18-55 síðar í þessari viku.
Mmmmm…. 🙂
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.