Fyrsti formlegi tískulögfræðingurinn var útskrifaður frá lögfræðideild Fordham háskóla í New York nú í vor en sérhæfing í tískulögfræði var sett á laggirnar árið 2010.
Prófessor deildarinnar, Susan Scafidi, fékk liðsauka frá Diane Von Furstenberg til að koma þessu sérfagi á laggirnar en tilkynning um að fyrsti neminn væri útskrifaður kom núna í fyrradag þar sem Scafidi steig á stokk í Lincoln Center.
„Það eru mörg stór fyrirtæki sem ráða lögfræðinga sem hafa bakgrunn úr tískuheiminum, svo hversvegna ekki að ráða lögfræðinga sem eru sérstaklega þjálfaðir til að starfa í þessum geira,” sagði Scafidi.
Hún kallar Diane Von Furstenberg, verndara tískulögfræðinnar, en hönnuðurinn hefur ávallt farið mikinn í lögverndun, og margskonar einkaleyfaamálum er varða hönnun og tísku. Hún segist hafa sterka trú á því að útskrifaðir tískulögfræðingar muni koma til með að vernda hugverkarétt fatahönnuða og fagið í heild sinni.
Nú þegar er byrjað að taka við nýjum umsóknum í deildina en hægt er að byrja bæði í hluta og fullu námi í ágúst. Hægt er að nema Master of Studies í lögmennsku, eða M.S.L, ef fólk er þegar með lögfræðigráðu og vill sérhæfa sig í tískulögum.
Meira hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.