Nýjasti maskarinn frá franska snyrtivörumerkinu Bourjois heitir Twist Up the Volume. Maskarinn hefur skemmtilegan bursta sem gerir notandanum kleift að stjórna því hvort hann framkalli löng eða þykk augnhár.
Það sem gerir maskarann frábrugðinn frá öðrum er að á loki maskarans er lítill takki sem hægt er að snúa. Þegar takkanum er snúið þá dregst langur og mjór burstinn saman og verður stuttur og breiður. Þegar burstinn er er notaður langur og mjór greiðir hann vel úr augnhárunum og lengir þau til muna en þegar burstinn er breiður fer meira af maskaraformúlunni á augnhárin og þykkir þau verulega. Sniðugt!
Persónulega finnst mér langi burstinn henta vel fyrir hversdagslega förðun á meðan sá stutti og þykki er hentugur fyrir kvöldförðun.
Bourjois merkið er þekkt fyrir að koma reglulega með skemmtilegar og öðruvísi nýjungar á markaðinn og Twist Up the Volume maskarinn er ein af þeim. Algjör snilld þessi.
Fyrir neðan er svo franska auglýsingin fyrir Twist Up the Volume maskarann skemmtilega sem einnig er hægt að fá í vatnsheldri formúlu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Bj-X40-NEMs[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.