Pjatt.is og Mjölnir leita nú að stelpu/ konu sem er til í að mæta á öflugt sjálfsvarnarnámskeið sem haldið verður í Mjölni helgina 4 og 5 október.
Fyrir nokkrum árum fórum við á Pjattinu í samstarf við töffarana hjá Mjölni og komum á laggirnar sjálfsvarnarnámskeiði fyrir konur.
Þetta gekk vonum framan og síðan hafa þeir hjá Mjölni fyllt hvert námskeiðið á fætur öðru þar sem stelpur koma til að læra að verja sig. Langtímadraumur okkar er svo að grunnatriði sjálfsvarna verði kennd í grunnskólum þar sem stelpur geta lært að verjast hverskonar árásum.
Nú er á leiðinni til landsins Luis nokkur Gutierrez, en sá er einn öflugasti sjálfsvarnarþjálfari Bandaríkjanna.
Gutierrez hefur þróað öflugt sjálfsvarnarkerfi í samstarfi við bandaríska herinn en kerfið er notað til að þjálfa sérsveitarstelpur og kvenkyns njósnara sem sendar hafa verið til Írak.
Eins og gefur að skilja þurfa þessar konur að komast í gegnum og lifa af erfiðar aðstæður. Meðal annars þurfa þær að kunna að bregðast við því þegar fleiri en einn árásarmaður veitist að þeim og þetta verður kennt á námskeiðinu.
Luis hefur verið þjálfari m.a. Bandaríska flughersins um langt skeið en hann er einn fremsti þjálfari sem stigið hefur fæti inn í Mjölni. Hann hefur þjálfað lögreglumenn og hermenn af báðum kynjum um allan heim og nú ætlar hann að kenna íslenskum stelpum að verja sig eins og fagmenn.
Við hjá Pjatt.is og Mjölnismenn vilja bjóða einum heppnum lesanda að koma á þetta námskeið.
Til að vera með skaltu skilja eftir komment og þú mátt líka tagga vinkonu sem þú skorar á að fara á sjálfsvarnarnámskeiðið. Það er kennt frá 12-16:30 næsta laugardag og sunnudag.
Fyrir þær sem vilja bara kýla á þetta strax þá er hægt að skrá sig hjá oryggistok@gmail.com en verðið er 12.500. Ef þú skyldir verða dregin út þá endurgreiðum við þér bara kostnaðinn 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.