“Þú skalt ekki hús þitt á sandi byggja,” segir í biblíunni. Hins vegar hefur enginn slegið fram neinu um byggingu húsa í holum.
Slíkt ætti því að vera leyfilegt öllum. Hér gefur að líta fallegar myndir af einstakri byggingu sem stendur inni í Svissnesku ölpunum, nánar tiltekið í Vals.
Flestir sem komu að hönnun hússins eru Hollendingar en arkitektarnir á bak við þetta meistaraverk eru Bjarne Mastenbroek og Christian Müller.
Vel tekst að blanda saman ólíkum efnum á borð við hráa steypu, stál og ýmiskonar viðartegundir skapa gott samspil. Retro húsgögnum er raðað saman við önnur nútímalegri og rokókóljós fá að hanga með þessu. Svartir og gráir tónar leika ljúflega saman í húsinu en eintaka skærbleikur eða grænn litartónn leika lausum hala á völdum köflum.
Smelltu til að stækka og skoða þessar flottu myndir…
Það besta er að húsið er til leigu fyrir fólk sem er áhugasamt um frí á þessum slóðum!
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.