Vilhjálmur prins er erfinginn að bresku krúnunni en það heldur honum ekki frá því að bregða á leik með alþýðunni.
Hin tólf ára gamla Madison Lambe vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar prinsinn sjálfur tók símann hennar og smellti mynd af þeim báðum. Hún var sjálf aðeins of feimin til að þora en hann tók bara af skarið og minnti þannig marga á móður sína Díönu prinsessu sem var alþýðleg og átti til að brjóta upp viðteknar venjur konungsfjölskyldunnar.
Unga stúlkan var að heimsækja Sandringham býlið sem er í eigu konungsfjölskyldunnar þegar þetta gerðist. Hún stóð þar fyrir utan og beið þegar prinsinn gekk til hennar og smellti myndinni af þeim.
“Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar hann kom gangandi að mér. Ég bað um mynd og þá svaraði hann að það væri nú ekkert sem kæmi í veg fyrir að taka flotta ‘selfie’ á sjálfan jóladag,” sagði sú stutta í viðtali við Telegraph en atvikið átti sér stað 25. des.
Eftir að hún setti myndina á Facebook fór hún á flakk um netheima og er nú komin í fréttir víða um heim. Bara gaman!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.