Jón er íslenskur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari sem býr í suðurríkjum Bandaríkjanna. Hann er giftur bandarískri konu og saman (og í sundur) stunda þau það sem óhætt væri að kalla ákaflega líflegt kynlíf.
Þau féllust bæði á að svara nokkrum spurningum um lífstílinn sem yfirleitt kallast swing sem útleggst væntalega að róla sér á íslensku eða fara fram og til baka á milli maka. Á myndinni hér fyrir ofan sést Jón lengst til hægri, ljóshærða konan er kærastan hans og eiginkona næsta manns en sá er kærasti eiginkonu Jóns sem er lengst til vinstri á myndinni. Þarna er hópurinn að halda saman upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í júlí s.l. Við byrjum á því að birta svörin frá Jóni en svör eiginkonunnar koma svo um helgina.
Hvernig kom það upp hjá ykkur hjónum að þið vilduð vera í opnu/swing sambandi?
Við höfðum alltaf talað um að skoða þann möguleika frá því að við byrjuðum að deita. Við fórum á kynlífsklúbbana af og til en vorum bara að horfa og leyfa öðrum að horfa á okkur. Það var svo eftir að við giftum okkur að við fórum alla leið og fórum að stunda kynlíf með öðrum. Við ákváðum að prófa þetta og sjá hvernig það mundi virka.
Planið var að tala við sem flesta um hvernig þeir gerðu þetta og fara okkur hægt. Við gerðum mistök sem við ræddum um og lærðum af. Prófuðum hitt og þetta til að finna út hvað við virkilega vildum vera að gera. Við fundum út að 12 manns í hótel herbergi og allir að stinga öllu í allar holur var ekki alveg okkar sena. Áhugavert svolítið eins og það sem Bukowski kallar ‘the dead fucking the dead’.
„Ég var um tíma með tvær kærustur og eiginkonuna og svo einhver hliðarskot með þeim. Það varð of mikið…”
Við fengum okkur bæði ‘sponsora’, einstaklinga sem við treystum og hafa stundað þetta í mörg ár. Ég fór oft til hans og spurði hann hvernig hann hefði leyst hitt og þetta vandamál og hann deildi reynslu sinni með mér og m.a. ráðlagði okkur að lesa ‘The Ethical Slut’ sem kom sér mjög vel.
Allt sem við vorum að ganga í gegnum í byrjuninni var eðlilegt og við vorum ekki lengur ein í heiminum að finna út hvernig á að stunda kynlíf með mörgum í einu eða með mismunandi einstaklingum og elska alla. Eins hefur bokin “Opening up” verðið hjálpleg.
Hvernig er fyrirkomulagið á þessu hjá ykkur?
Við komumst að því að best væri að hafa engar reglur eða sem minnstar. Eina sem við gerum er að við látum vita af því ef við ætlum að sofa hjá einhverjum. Svo tölum við um hvað við gerðum með hverjum og hvað er að gerast. Ég var um tíma með tvær kærustur og eiginkonuna og svo einhver hliðarskot með þeim. Það var of mikið og núna er ég með konuna og kærustuna og hef fullt í fangi með að sinna þeim. En sem dæmi má nefna að ef við förum á kynlífsklúbb þar sem allir eru nokkurnvegna að leita að því sama finnum við oftast par sem okkur líst báðum á og við spjöllum við þau og finnum út hverju þau eru að leita að og hvort að þau séu áhugaverð. Og svo er bara spurt hvort að þau vilji fara á efri hæðina að stunda kynlíf. Ef þau segja nei er það ekkert stórmál. Stundum eru lítil samskipti ef fólk er í sama herbergi/rúmi að gera það. Einfalt nei eða hendur færðar til af eða á eru stundum einu vísbendingarnar. Svo eftir á kynnir fólk sig.
Hafið þið fundið fyrir afbrýðissemi í sambandinu og ef svo, hvernig takið þið á henni?
Grunnurinn fyrir okkur er að vita að við erum ekki að fara skipta hvort öðru út. Með það að leiðarljósi er auðveldara að verða ekki afbrýðisamur. Ég elska bæði konuna og kærustuna og elska þær ekkert minna þó að þær stundi kynlíf með öðrum. Stundum er ég ekki alveg hress með gaurana sem konan er að deita en því betur sem mér gengur að segja ekkert um hversu mikll lúði viðkomandi gaur er því fyrr finnur hún það út sjálf. En fyrst var smá afbrýðisemi en ég var með félaga á hliðarlínunni sem gaf leiðbeiningar um að segja ekkert enda væri þessi tilfinning ekki raunveruleg.
Foreldrar elska börnin sín jafn mikið sama hveru mörg börnin eru og að geta flutt þessa ást yfir á fleiri en einn maka er dásamleg tilfinnig.
Eru einhverjar reglur sem þið farið eftir?
Við byrjuðum á að tala við fólk sem deildi með okkur reynslu þeirra af því hvernig þau höfðu farið að þessu og eins lásum við í bókum og á netinu um hvað væri að reynast best fyrir fólk. Sem minnstar reglur virtist vera það sem allir voru að segja. Trikkið er að hafa engin leyndarmál. Það þýðir náttulega að það þarf að tala um allt endalaust til að þetta virki. Við notum alltaf smokka og sú regla er alveg föst. Láta vita ef við ætlum að sofa hjá einhverjum en stundum gerist það eftir háttatíma og þá er bara textað í tilkynningaskylduna. Ein af reglunum sem ég hef persónulega er að ég er til í að prófa allt minnst einusinni, vera opin fyrir einhverju nýju og líka vera fær um að geta hlegið af því sem virkar ekki.
Eruð þið að hittast mörg saman í einu eða eru þetta bara hrein makaskipti þar sem einn er með einni senn?
Það er allur gangur á því hvernig skipt er. Stundum eru þetta makaskipti og þá jafnvel ‘soft swap’ þar sem er bara kelað en engar samfarir. Við byrjuðum þannig og algengt að fólk prófi það fyrst. Stundum eru það bara stelpurnar sem leika sér, eða bara strákarnir. Eða bara konan og allir strákarnir. Möguleikarnir eru endalausir. Stundum er Viagra með til hjálpar og þá bæði fyrir konur og karla. Fullnægingar konunnar fóru frá tívolí bombum uppí flugeldasýningu hjálparsveitanna eftir að hún uppgötvaði Viagra.
Hvar fer þetta yfirleitt fram?
Mismunandi. Við erum meðlimir í sundlaug þar sem fatnaður er optional og þar hittum við oft pör sem við viljum sjá nakin áður en farið er lengra. Oftast endar það með því að farið er lengra og þá er það annað hvort heim eða á hótel eða kynlífsklúbbana. Komandi Halloween helgi erum við boðin í samkvæmi þar sem verður boðið uppá smá skemmtiatriði og svo farið í það að fækka fötum og róla. Það má búast við allskonar kynlífi og leikjum þar sem mundu flokkast undir bdsm og tv/cd/ts. Það er minna um svoleiðis í kynlífsklúbbunum.
Heldurðu að þetta eigi alltaf eftir að vera svona hjá þér? Gætirðu hugsað þér hefðbundið hjónaband eftir að hafa prófað þetta?
Svona hefðbundið hjónaband eins og kirkjan boðar? Sennilega ekki. Samaband okkar hjónanna er margfalt betra í dag en okkur óraði fyrir. Frá því að ég var ungur og var kynntur fyrir því hugtaki af eldri konu að kynlíf væri bara kynlíf en ekki ást hef ég reynt að halda þessum tveimur hugtökum aðskildum. Það eru margir sem halda að þetta sé að sama og fara að hugleiða giftingu eftir einnar nætur gaman. Ég vona að þetta haldi áfram að þroskast með okkur og við getum haldið áfram að að skoða nýja möguleika með opnum huga.
Hverjir eru helstu kostirnir og ókostirnir við að vera í sambandi af þessu tagi
Ókostirnir eru að við erum mannleg og ekki alltaf rétti tíminn fyrir alla að stunda kynlíf. Það fer mikill tími í að skipuleggja hvenær á að hittast og finna fólk til að hitta þannig að stundum verður einn af 4-6 einstaklingum fyrir því óláni að þóknast hinum og gleymir að segja nei takk mig langar ekki að gera neitt með hinum eða þessum.
Verst er samt þegar ég gleymi að halda kjafti um skoðanir mínar á gaur sem konan er að deita. Oftast eru þetta eðal drengir en það kemur fyrir að mér finnst þeir ekki alveg nógu góðir fyrir konuna mína. Svo eðlilega hoppa upp allir þeir óttar sem hugsast geta, hún finnur einhvern sem er með stærra undir sér en ég, kyssir betur eða er fyndnari, skemmilegri og gáfaðari en ég. Öfund yfir því að konan mín fær 15 nýja pósta á dag frá (btw mestmegnis vonlausum lúðum) sem vilja fara á deit með henni en ég fæ einn í mánuði frá konum í karla leit.
Kostirnir eru margir en einna helst mundi ég segja að það hefur breyst mikið hvernig ég horfi á heiminn í dag eftir að við byrjuðum í þessu. Ég er opnari við vini mína og aðra. Ég elska konuna mína meira í dag og er búinn að læra að það er endalaus brunnur af ást til. Foreldrar elska börnin sín jafn mikið sama hversu mörg börnin eru og að geta flutt þessa ást yfir á fleiri en einn maka er dásamleg tilfinning. Ég hef svo notað það sem ég hef lært af rólinu yfir í daglegt líf. Sem dæmi get ég nefnt að ég hef sest niður með félaga mínum og við töluðum saman af vinakærleik sem ég vissi ekki að ég ætti til. Þetta var á sama hátt og ég sest niður með konunni eða kærustunni og við tölum um hvað er að gerast.
Það er hægt að segja að ég horfi á heiminn í gegnum ný gleraugu ástar og umhyggju.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.