Í gær birtist hér á Pjattinu viðtal sem ég tók við annann helminginn af hjónum sem lifa í opnu sambandi.
Þá var það kvikmyndagerðarmaðurinn Jón sem sat fyrir svörum en kærastan hans hún Sarah svaraði sömu spurningum enda áhugavert að heyra bæði hans hlið og hennar.
Sarah lítur svo á að þau hennar eiginmaður séu ekki beinlínis swingerar heldur eru þau í algjörlega opnu sambandi þar sem báðum leyfist að hitta og sofa hjá öðru fólki að vild svo lengi sem allt er uppi á borðum og bæði viti allt um hvað hitt er að gera.
Hún segir afbrýðissemi vera tímasóun og lifir samkvæmt þeirri heimspeki en vil þó ekki fullyrða um að hún eigi alltaf eftir að vera í hjónabandi sem er innréttað með þessum hætti og tengir það við barneignir. Þetta hljóti að breytast þegar börn koma í heiminn.
Hvernig kom það upp hjá ykkur hjónum að þið vilduð vera í opnu/swing sambandi?
Hrein forvitni. Við fengum áhuga á swing lífsstílnum af því þetta var eitthvað nýtt fyrir okkur. Við erum bæði með gríðarlega sterka kynhvöt og erum alltaf að leita leiða til að lífga upp á kynlífið og gera það skemmtilegt. Fyrir okkur virtist þessi lífsstíll spennandi, dularfullur og einstakur.
Til að byrja með vorum við mest í því að fá útrás fyrir sýniþörf og keluðum bara við annað fólk án þess að fara alla leið en eftir því sem við vöndumst þessu og gerðum meira af því urðum við tilbúin í algjör makaskipti.
Við höfum alla tíð verið mjög örugg í sambandinu okkar og aldrei litið á þetta sem neina ógn við hjónabandið. Þetta er eitthvað sem við vorum að gera saman, sem hjón. Auðvitað urðum við stundum smá afbrýðissöm og óörugg en það fylgir því bara að vera manneskja og við unnum okkur alltaf í gegnum það.
Hvernig er fyrirkomulagið á þessu hjá ykkur?
Þegar við vorum hefðbundnir ‘swingerar’ þá fórum við saman að hitta önnur pör og gerðum ekkert án hvors annars. Núna, eftir að við urðum meira opin, getum við sofið hjá eða deitað eins mikið af fólki og við viljum. Hann á kærustu og ég á kærasta. Inn á milli förum við á stefnumót með öðru fólki eða gerum eitthvað til hliðar við þetta.
Í dag lifum við í raun samkvæmt þeirri heimspeki að afbrýðissemi sé í sjálfu sér bara tímasóun.
Hvernig takið þið á afbrýðissemi?
Við höfum auðvitað bæði farið í gegnum slíkar tilfinningar og stundum er það erfitt og stundum ekki. Við förum í gegnum allt með því að tala um hlutina, koma auga á um hvað þetta snýst í raun og veru og hvað raunverulega gerir okkur óörugg eða afbrýðissöm. Um leið og við náðum að styrkja hitt og sannfæra um að allt væri í lagi og að þetta hefði engar afleiðingar á hjónabandið þá varð allt auðveldara. Í dag lifum við í raun samkvæmt þeirri heimspeki að afbrýðissemi sé í sjálfu sér bara tímasóun. Ef þér stendur raunverulega ógn af annari manneskju eða telur að hún sé að fara að taka frá þér makann þá geturðu hvort sem er ekki gert neitt til að koma í veg fyrir það. Það yrði vissulega sárt, en ef maki þinn telur að honum væri betur borgið annarsstaðar eða hamingjusamari með annari manneskju þá verður að hafa það. Það er enginn tilgangur með því að vera afbrýðissöm eða hafa áhyggjur af þessu.
Eru einhverjar reglur sem þið farið eftir?
Við byrjuðum með allskonar reglur. Það mátti ekki kyssa aðra á munninn, bara stunda munnmök og svo framvegis. Eftir að við höfðum alveg makaskipti vorum við með reglur um að við þyrftum alltaf að vera í sama herberginu þegar við vorum með öðru fólki, og aldrei langt frá hvort öðru í herberginu.
Eftir því sem við ástunduðum þennan lífsstíl lengur og urðum betri í að tala saman fóru reglurnar okkar að verða minna og minna stífar. Þetta varð bara kjánalegt. Maður býður sjálfum sér upp á vonbrigði.
Við ræddum málið og komumst að því að það skipti í sjálfu sér engu máli þó við værum í sitthvoru herberginu. Ef par býr til reglur sem það fer ekki eftir þá erum við að tala um svik en við vildum að hitt skemmti sér og upplifði unað, þannig að það var ekkert til að hafa áhyggjur af. Þannig að til hvers að hafa “reglur”? Það að vilja lifa lífinu utan rammans og án þess að hafa of margar reglur er meðal annars ástæðan fyrir því að við vorum opin fyrir þessum lífsstíl, – og fljótlega áttuðum við okkur á því að það er ekki nauðsynlegt að binda þetta bara við kynlífið heldur er gaman að víkka út andlega sjóndeildarhringinn líka með því að tengjast fólki utan hjónabandsins. Við erum þó alveg skýr með eina reglu; Smokkar eru nauðsynlegir.
Eruð þið að hittast mörg saman í einu eða eru þetta bara hrein makaskipti þar sem einn er með einni senn?
Við höfum prófað sitthvað. Höfum bara skiptst á mökum en líka farið í þríleik og fjögur saman.
Stundum hefur viagra komið við sögu, það er kannski ekki nauðsynlegt en hjálpar virkilega til að gera þetta skemmtilegra. Leikirnir fara fram hingað og þangað.
Við bjóðum fólki heim, förum til þeirra, eða á hótel, kynlífsklúbba, partý… bara hvar sem er og hentar hverju sinni.
Yfirleitt finnum við vini okkar og vinkonur á netinu. Það eru margar vefsíður sem ganga bara út á þetta en þá verður þú að setja upp prófíl með mynd og því sem þú ert að leita að. Svo eru líka margir klúbbar sem bjóða swingera velkomna og þar er yfirleitt hægt að kynnast góðu fólki í sömu hugleiðingum
Hverjir eru helstu kostirnir og ókostirnir við að vera í sambandi af þessu tagi?
Helstu kostirnir eru að þurfa ekki að neita sér um að láta undan grunnhvötum og þrám. Maður verður sterkari sem einstaklingur, meira opinn gagnvart makanum, þú getur lært hluti af öðru fólki og farið með í kynlífið með makanum, þú tekur makanum ekki sem gefnum þar sem þú ert stöðugt minnt á að hann er eftirsóttur af öðrum líka, svo er þetta bara einfaldlega mjög skemmtilegt.
Ókostirnir eru afbrýðissemin sem stundum skýtur upp kollinum, óöryggi og ótti við að missa makann. Hræðsla við að hann sé að stunda “betra”, meira spennandi, æðislegra og mun meira krassandi kynlíf en þú gætir veitt með öðrum fólki, – og ef þið eruð mikið að leika ykkur í sitthvoru lagi þá eruð þið að missa af gæðastundum með hvort öðru. Þetta getur líka verið dýrt og þú þarft stundum að hafa áhyggur af því að fólk sem hefur ekki gott af því að vita af þessu komist að því með þeim afleiðingum að þú gætir misst vinnuna, vini eða fjölskyldutengsl.
Heldurðu að þetta eigi alltaf eftir að vera svona hjá þér? Gætirðu hugsað þér hefðbundið hjónaband eftir að hafa prófað þetta?
Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort ég vilji alltaf lifa lífi mínu svona en mig grunar að ég eigi klárlega eftir að taka hlé frá þessu þegar ég eignast börn. Hjónaband okkar hefur aldrei verið hefðbundið en við vorum mjög hamingjusöm áður en við fórum út í þennan lífsstíl og ég sé ekki af hverju það ætti að minnka þó að við myndum breyta um stefnu. Þetta er ekki nauðsyn í lífnu, bara skemmtileg viðbót.
Smelltu HÉR til að lesa viðtalið við Jón.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.