Við Sara Hlín kynntumst í námi við Háskólann á Akureyri. Eftir það fór ég að fylgjast með tískublogginu hennar og ákvað að taka smá viðtal við dömuna sem nýverið stíliseraði mynd sem birtist í hinu ítalska Vogue og hefur Sara fengið nokkra athygli síðan.
Hver er Sara Hlín?
Ég er er 22 ára bloggari, stílisti og nemi með brennandi áhuga á tísku og öllu sem henni viðkemur og vinn hart að því að láta drauma mína rætast, m.a. í gegnum bloggið mitt.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að gerast tískubloggari?
Ég var búin að eyða miklum tíma í að skoða og stúdera tískublogg og bloggara áður en ég tók af skarið og stofnaði mitt eigið blogg. Ég var mjög feimin við þetta í fyrstu, vissi ekki hver viðbrögðin myndu verða og fannst eitthvað vandræðanlegt við að pósta myndum af sjálfri mér.
En það breyttist svo því ég fékk fljótt mjög góð viðbrögð. Ég elska að tjá mig um tísku og í gegnum hana. Fyrir mér er það að setja saman outfit ekki bara það að henda saman nokkrum flíkum sem lúkka ágætlega saman. Klæðnaðurinn er ákveðið statement sem segir helling um hver persónuleiki þinn er. Ég er algjört fiðrildi og ég held að það sé þessvegna sem stíllinn minn er svona fjölbreyttur, einn daginn gæti mig langað að vera í kjól og með varalit og þann næsta skellt mér í leðurjakka og gallabuxur og verið meira rokkaðari. Ég elska að blogga um það sem mér finnst flottast að hverju sinni og hvernig ég myndi sjálf útfæra viss trend.
Hefur þú alltaf verið með mikinn áhuga á tísku, förðun og fylgihlutum?
Já alveg frá því að ég var krakki. Ég hef alltaf haft gaman af því að klæða mig upp og spá í tísku. Þegar ég var lítil þá klæddi ég mig oft í eitthvað sem mér fannst voða flott og lét svo mömmu taka mynd af mér. Svo þetta byrjaði snemma
Hver er uppáhalds hönnuðurinn þinn?
Balmain hefur lengi verið uppáhalds merkið mitt og Christophe Decarnin því einn af mínum uppáhalds hönnuðum. En eftir að hann hætti hefur Olivier Rousteing haldið heiðri merkisins uppi og ég er mjög sátt með hvað hann er að gera hjá fyrirtækinu. Balmain er svo einstaklega kvenlegt merki en er samt óhrætt við að nota flott munstur og gera flíkurnar soldið rokkaðar og nútímalegar, án þess að missa kvenleikann. Annars er erfitt að nefna einhvern einn uppáhalds þegar það er svona mikið af hæfileikaríku fólki í tískuheiminum í dag.
Hvaða hlutur er ómissandi í snyrtibuddunni þinni?
Held að ég verði að segja bæði hyljari og maskari. Gæti ekki verið án þessara tveggja hluta!
Nú nýverið birtist mynd í ítalska Vouge sem þú stíliiseraðir, hvernig kom það til og hvernig hafa viðbrögðin verið eftir það?
Kári Sverris ljósmyndari hafði samband við mig og bauð mér að vera með í þessu verkefni. Við fengum til liðs við okkur Margréti Sæmundsdóttur sem sá um hár og make up og Steinnunni Maríu Agnarsdóttur, sem er að mínu mati eitt flottasta módel sem við eigum hérna á Íslandi í dag. Við tókum upp tvo myndaþætti þennan dag og svo var ein mynd úr öðrum myndaþættinum valin af Vogue til birtingar. Þetta er náttúrulega rosalega mikill heiður og ótrúlega skemmtilegt. Ég eiginlega bjóst ekki við svona miklum viðbrögðum en þetta er búið að vera bara frábært og ég er rosalega þakkalát.
Ætlar þú að fara í eitthvað nám tengt þínum tísku eða einhverju sem tengist blogginu í haust?
Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera í haust en eins og er stendur valið á milli þess að fara í stílistanám í Fashion Academy eða í förðurnarnám. En ég held að ég láti það bara koma í ljós þegar nær dregur.
Hver er uppáhalds staðurinn þinn, hvar/hvert sækir þú innblástur?
Allstaðar en kannski aðallega úr tímaritum og blöðum, sjónvarpinu, fólki úti á götu og bara úr umhverfinu yfir höfuð. Innblásturinn liggur allstaðar ef maður hefur augun opin fyrir honum. Mínir uppáhaldsstaðir hafa allir mótað mig mikið og þeir eiga allir stóran stað í hjarta mér: Akureyri, þar sem ég bjó síðasta árið og Seyðisfjörður en ég er svo heppin að vera ættuð þaðan, einn fallegasti bær á landinu. Svo er París uppáhalds borgin mín og draumurinn er að fá að búa eða starfa þar í framtíðinni.
Hvaða flík er í uppáhaldi hjá þér?
Í augnablikinu er það svarti vintage blazer jakkinn minn sem gengur við gjörsamlega allt og nýji kjóllinn minn frá Shop Couture, sem er lengri að aftan en að framan, þannig kjólar eru mjög heitir núna í sumar.
Hvaða „trend“ verða heitust í sumar að þínu mati?
Neon litir eru mest áberandi í sumar. Það er hægt að leika sér endalaust með þá og það er flott að vera t.d. í einni flík í neon lit við annars plain outfit til að poppa það upp. Fyrir þá sem þora kannski ekki alveg í neon flíkurnar þá er þessir litir líka flottir í skarti. Annars eru pastel litirnir líka vinsælir núna. Derhúfur og svona sporty tíska er mjög heit núna í sumar í bland við þessi klassísku sumartrend, blómamunstur, blúndur og svona boho flíkur.
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?
Framtíðin er full af spennandi tækifærum og draumum sem ég er staðráðin í að láta rætast. Ég hlakka bara til að sjá hvað hún ber í skauti sér!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig