VIÐTAL: Stofnandi Miista – “Þú nærð árangri ef varan er góð”

VIÐTAL: Stofnandi Miista – “Þú nærð árangri ef varan er góð”

Laura Villasenin var alltaf ákveðin í að læra hönnun þrátt fyrir mótmæli foreldra sinna sem vildu sjá hana taka hefðbundnari námsleið. Mynd/Greg Funnell
Laura Villasenin var alltaf ákveðin í að læra hönnun þrátt fyrir mótmæli foreldra sinna sem vildu sjá hana taka hefðbundnari námsleið. Mynd/Greg Funnell

Ég er ástfangin af listsköpun sem gengur undir nafninu Miista. Í apríl 2010 stofnaði Laura Villasenin skómerkið Miista eftir að hafa lokið mastersnámi í London College of Fashion.

Í viðtali við The Telegraph segir Villasenin, sem ólst upp á sveitabæ á Norður-Spáni, að hún hafi fyrst lært hjúkrun að ósk foreldra sinna. Eftir námið fluttist hún til London til að vinna. En hún gat ekki hrist af sér sköpunarþörfina og sótti um í Cordwainers College/London College of Fashion þar sem hún nam skóhönnun.

11755826_868230276558817_3445269297589564454_n-800x768

Eftir útskrift þaðan hóf hún að vinna hjá skófyrirtæki sem fór síðan á hausinn. Á þeim tíma vissi hún að það væri pláss og vöntun í Evrópu fyrir vandaðan skófatnað á viðráðanlegu verði. Hún settist niður, gerði viðskiptaáætlun og fór af stað.

Sem fyrr segir var Miista stofnað árið 2010. Viðtalið sem tekið var við hana hjá The Telegraph var tekið árið 2013 á þeim tíma voru skórnir þá þegar til sölu í 26 löndum og árlegur hagnaður rúmar 157 milljónir króna.

Um velgengnina segir Villasenin: “If you have a good product, you will be a success.” eða “Ef varan er góð, þá nærðu árangri.”

FotorCreated
Miista Emi velvet boots

Það er dýrt að framleiða skó og segist Villasenin ekki eiga mikinn pening til að setja í markaðssetningu. Þar af leiðandi hefur hún stuðst við markaðsherferðir á samfélagsmiðlum og á netinu almennt til að vekja athygli á merkinu. Miista bloggið einblínir t.d. ekki bara á skó heldur líka á marga litríka áhrifavalda vörumerkisins; eins og Pussy Riot og Gloria Steinem.

Villasenin var 34 ára þegar viðtalið var tekið og vann þá og bjó í Hackney, London. Þá störfuðu níu hjá félaginu auk tveggja sjálfstætt starfandi (e. freelance). Nú þremur árum seinna gæti ég trúað að það hafi fjölgað örlítið í starfsliðinu.

Lestu einnig: TÍSKA: Miista – Skrítnir og klassískir skór, augnakonfekt fyrir skófíkla

TÍSKA: Miista – Listræn, skemmtileg og kaldhæðin týpa og

Miista gerir allt rétt – MYNDIR!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest