Mikil eftirvænting ríkir þessa dagana í herbúðum söngvaranna Margrétar Eirar og Páls Rósinkranz en þau bíða nú útgáfu dúettaplötunnar If I needed you.
Platan inniheldur amerísk þjóðlög með fallegum íslenskum textum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Margrét Eir og Páll taka höndum saman.
„Við höfum sungið af og til saman í gegnum tíðina,“ segir Margrét Eir og heldur áfram. „Ég söng bakgraddir fyrir Jet black Joe í nokkur skipti og einhverntíman tókum við upp dúett, en hittumst reyndar aldrei í því ferli.“
Fljótlega eftir að Margrét Eir byrjaði í hljómsveitinni Thin Jim kom upp sú hugmynd að fá Pál til að að taka með þeim lagið Old Union Station.
„Lagið vakti mjög góð viðbrögð, raddirnar okkar eru báðar kröftugar og passa vel saman, og því vorum við spennt fyrir áframhaldandi samstarfi.“
Tvíeykið heldur í tónleikaferð í nóvember og munu þau koma víða við. „Við erum spennt fyrir tónleikaferðinni, enda munum við troða upp á æðislegum stöðum víðsvegar um landið og loka túrnum á tónleikum í Bæjarbíó í Hafnarfirði, okkar gamla heimabæ.“
Tónleikadagsetningar:
- Gamla Kaupfélagið, Akranesi, 6.nóv. kl. 21:00
- Sigló Kaffi Rauðka 7. nóv. kl. 21:00
- Græni hatturinn 8. nóv. kl. 22:00
- Háaloftið Vestmannaeyjum 14. nóv. k.l 21:00
- Duus hús Reykjanesbæ 21. nóv. kl. 21:00
- Bæjarbíó Hafnarfirði 29. nóv. kl. 20:00
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.