Fyrir mánuði stóð Dagbjört Þórðardóttir fyrir viðburði eingöngu ætlaðan einhleypu fólki á aldrinum 25-45 ára.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa, allmargir fóru á stefnumót og einhverjir eru enn að hittast.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að halda annan svona viðburð með svo stuttu millibili?
Ánægjan sem skein úr augum gestanna þegar það gekk inn með poka af áfengi (eða öðrum drykkjum), hversu margir komu einir og án þess að þekkja aðra á staðnum, hvað fólk virkilega vildi mæta og tók þessu með opnu hugarfari var alveg æðislegt að sjá.
Hvernig var mæting, var nokkurn veginn jafnt af báðum kynjum?
Salurinn fylltist og sumir voru mættir á slaginu 20:00, það er ekkert grín! Já, það var samræmi í hlutfalli kynjanna.
Veistu til þess að sambönd hafi myndast eða að fólk hafi farið á stefnumót eftir viðburðinn?
Það fóru allmargir á deit skilst mér og ég veit af tilfellum þar sem fólk er enn þá að deita og rosa happy! Til þess var leikurinn líka gerður!
Verður þetta með öðru sniði en síðast?
Nei í raun og veru ekki, þetta verður í sama sal og sami dj og fólk kemur með sitt eigið áfengi. Eina sem gæti hugsanlega orðið er að það verði einhverjir smá mingl leikir í byrjun kvölds fyrir þá sem eru mættir og hafa áhuga á því. Hvet fólk samt til að mæta þó svo það hafi ekki áhuga á að taka þátt í leikjunum en þetta er allt í athugun ennþá.
Hefuru hugsað út í að gera þetta að atvinnu þinni, þ.e. að stofna „event“ fyrirtæki?
Það væri nú ekki leiðinlegt enda finnst mér þetta mjög gaman og gæti alveg hugsað mér að gera enn meira af viðburðastjórnun en fyrirtæki í kringum single partý eitt og sér er kannski ekki alveg á dagskránni… Sjáum hvað gerist í framhaldi af næsta partýi.
Hefuru fengið einhver viðbrögð eftir viðburðinn frá þeim sem að mættu?
Já heldur betur! Fólk virðist hafa skemmt sér alveg konunglega. Það var einn sem stakk upp á því við mig að henda í annað partý helgina eftir síðasta partý. Það komu einnig rosalega margir til mín í síðasta partýi og þökkuðu mér fyrir að taka af skarið og fórna mínum tíma í þetta, aðrir hafa sent mér tölvupóst og spurt hvenær næsta partý verði og svo framvegis. Ég hef í raun og veru einungis fengið jákvæð viðbrögð sem er alveg yndislegt!
Eitthvað að lokum?
Já, mig langar til að bjóða alla einhleypa á aldrinum 25-45 ára velkomna. Partýið verður haldið laugardaginn 20. apríl í sal Pumping Iron í Dugguvogi 12 á 2. hæð og byrjar á slaginu 20:00. Allar frekari upplýsingar eru á “eventinu” sjálfu á facebook.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.