Ég dái Lindu Rodin! En hún er, ásamt fjölda annara dásamlegra kvenna, ein af mínum fyrirmyndum í lífinu.
Linda flutti til Ítalíu þegar hún var 19 ára og starfaði þar sem fyrirsæta um tíma en hafði ekki sérstakan áhuga á að gera það að starfsframa. Næstum tíu árum seinna flutti hún til New York, vann í listasafni, fór í háskóla og opnaði concept verslun í Soho árið 1979, eina af þeim fyrstu í New York.
Verslunin floppaði og hún snéri sér að tískuljósmyndun sem gekk ekki vel hjá henni heldur.
Hins vegar var hún með gott auga fyrir litum og samsetningu. Hún byrjaði að stílisera og var meðal annars ritstjóri Harper’s Bazaar í eitt ár.
Eftir að hafa starfað hjá Harper’s Bazaar í einhver ár gerðist hún “freelance” stílisti og hefur starfað við það alveg síðan, mismikið.
Fyrir einhverjum árum byrjaði Linda að blanda saman lífrænum olíum sem henni fannst ilma vel og hélt að myndu mögulega næra og endurnýja húðina því hún var ekki hrifin af snyrtivörunum sem voru í boði á þeim tíma.
Blandan þróaðist síðan í vinsæla andlitsolíu, fór á markað og gengur undir nafninu Rodin Olio Lusso.
Þar sem Rodin hefur starfað í langa tíma í tískuiðnaðinum hefur hún klætt ótal stjörnur, þar á meðal Madonnu, Gisele Bundchen, Adriana Lima og Halle Berry.
Ég rakst á áhugavert viðtal við hana frá 2013 inn á The New Potato og ákvað að þýða hluta af því fyrir lesendur Pjattsins.
Galdurinn við að eldast vel
Við viljum allar vita: Hver er galdurinn við að eldast vel?
Svefn! Það segi ég alltaf. Ég sef mikið og hugsa vel um mig. Ég borða líka mjög holla fæðu. Ég hreyfi mig reyndar ekki þannig að ég hef engin ráð tengd því. Ég bara sef mikið og borða mjög hollt. Ég held að það sé lykillinn, fyrir mig allavega.
Hver er þín uppáhalds fæða? Hverjar eru matarvenjur þína?
Ég borða það sama alla daga. Ég borða lífrænt romaine kál, blandað saman við lífrænt avakadó og lífræn harðsoðinn egg. Ég borða lífrænan fisk, t.d. lax.
Fæðan þarf ekki endilega að vera lífræn; ég er ekki heltekin af því að borða lífrænt en ég geri mitt besta. Ég fæ mér virkilega góða ítalska ólívuolíu, sjávarsalt og stundum fæ ég mér brauð og ost. Svo fæ ég mér alltaf tvö glös af þurru hvítvíni.
Ertu með sérstaka rútínu áður en þú ferð að sofa?
Ég þríf andlitið með heitu vatni og hreinsipúðri úr línunni minni. Það er hægt að stjórna hversu vel þú vilt skrúbba andlitið, það fer bara eftir því hversu mikið vatn þú notar.
Púðrið er ekki sérstaklega ætlað til að hreinsa farða. Það hreinsar bara andlitið mjög vel eftir daginn. Ég býst við því að ef þú notar tonn af farða að þú myndir þurfa að nota eitthvað annað til að hreinsa í kringum augun t.d.
Þegar ég hreinsa burt maskarann þá nota ég heitt vatn í þvottapoka. Því næst þerra ég andlitið og ber á það olíuna mína. Þetta er mín kvöldrútína.
Á morgnana hreinsa ég andlitið bara með heitu vatni og ber á mig olíuna aftur. Einfalt, einfalt, einfalt.
Hvert er þitt álit á persónulegum stíl?
Vertu trú sjálfri þér. Hvað mig varðar, ef einhver ákveðinn stíll fer í tísku og hann fer mér ekki þá myndi ég ekki kaupa fatnaðinn. Ég myndi hengja upp mynd af flíkunum. Sumar flíkur fara ekki öllum jafn vel en það er til nóg af fötum sem munu gera það. Þannig að ég tel að þú verðir að finna út hvað fer þér vel, og einfaldlega vera þú sjálf.
Hvað tekuru alltaf með þér sem gjöf fyrir gestgjafa matarboðs?
Kertið mitt.
Hér má svo sjá annað viðtal við þessa sjarmerandi og fögru konu sem notar ekki andlitsfarða og hefur aldrei litað á sér hárið.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=0VIKkfkICus[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.