Dansarinn, leikkonan, fyrirsætan, rithöfundurinn, hönnuðurinn og kynbomban Dita Von Teese hefur löngum þótt ein fegursta og glæsilegasta kona heims en hún er þekkt fyrir mjög einkennandi og gamaldags útlit…
…Það sést nánast aldrei til fröken Von Teese án þess að hún sé í fullum 50’s skrúða með varirnar málaðar eldrauðar. Maður getur ekki annað en dáðst af henni. Ég rakst á dögunum á stutt viðtal við hana þar sem hún svaraði spurningum um meðal annars fegrunarleyndamál, fyrirmyndir og líkamsrækt.
Hér er úrdráttur úr viðtali við breska Vogue…
Hver eru þín fegrunarleyndamál?
“Ég trúi því raunverulega að fegurð komi með heilsusamlegum lífstíl, góðu mataræði og hreyfingu.Fólk gleymir sér í að hugsa um fegurð sem einhverjar vörur og undrakrem. Í raun þyrfti það að einbeita sér að því að hugsa vel um sjálft sig. Ég sjálf fæ mér grænan drykk á hverjum morgni en uppskriftin kemur úr bók sem kallast The Beauty Detox Solution eftir Kimberly Snyder.”
Hverjar eru þínar fyrirmyndir þegar kemur að fegrun?
“Þær konur sem hafa skapað sér sína ímynd sjálfar! Það eru margar frá sjötta og sjöunda áratugnum sem veita mér innblástur, sem dæmi má nefna Lisu Fonssagrives en hún var gift Irving Penn. Í gamla daga kunnu fyrirsætur að mála sig og vissu hvað þyrfti að gera til þess að líta vel út. Í dag vita fyrirsætur lítið sem ekkert um það.”
Fær einhver að sjá þig ómálaða?
“Að sjálfsögðu! Ég er ómáluð þegar ég umgengst kærasta eða nána vini. Ég er ekki alltaf stífmáluð. Það er einmitt eitt af því sem ég fíla við ‘makeup’- þú getur alltaf tekið það af!”
Hvaða nútíma-konu dáistu að?
“Tildu Swinton. Hún er alltaf vel til höfð og einstök – eins og sphinx köttur. Hún er ekki að leitast eftir neinu samþykki. Ég dáist að fólki sem þorir að vera það sjálft, þannig að ég kann vel að meta hana.”
Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án?
“Ég elska rauðan varalit að sjálfsögðu, hann er svo klassískur!”
Hvernig heldur þú þér í góðu formi?
“Ég stunda pilates og ballett. Svo fer ég einstaka sinnum í jóga.”
Til að lesa upprunalegu greinina smelltu HÉR.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.