[vimeo]https://vimeo.com/119907876[/vimeo]
Á morgun, þriðjudaginn 29.september, verður frumsýnd á RIFF stuttmyndin Zelos eftir Vesturbæinginn og Hollywoodbúann Þórönnu Sigurðardóttur.
Þóranna gerði sína fyrstu stuttmynd þegar hún var 12 ára og síðan hefur hún gert margar sem hún segir hafa geymst ágætlega ofan í skúffu. En nú er stundin runnin upp…
„Ég ákvað að verða leikstjóri þegar ég sá Breaking The Waves, bara tók smá tíma að safna fjármagni, kröftum og þori.”
Um hvað fjallar myndin?
„Öfund. Zelos er bróðir Nike, gríski guð öfundar og keppnisskapis. Sögupersónan María kaupir sér klón til að keppa við vinkonu sína, Ari.”
Tengirðu eitthvað við þetta sjálf? – Eru konur kannski í algjöru rugli?
„Það eru allir í ruglinu. Já, maður á bara að gera bíó um sögur sem enginn getur sagt betur en maður sjálfur.”
Lestu mikið af vísindaskáldsögum?
„Nei, hef bara lesið Do Androids Dream of Electric sheep?”
Í Hollywood þar sem ég bý er kvóti á konur í sjónvarpi og úr því hefur skapast eftirsóknarvert sjónvarpsefni.
Hvernig fjármagnaðirðu myndina?
„Indiegogo, það var ótrúlegt hvað fólk úr öllum áttum sýndi mér mikinn stuðning.”
Hvernig hefur gengið? Er vesen að vera kona í kvikmyndagerð?
„Nei. Í Hollywood þar sem ég bý er kvóti á konur í sjónvarpi og úr því hefur skapast eftirsóknarvert sjónvarpsefni. Þetta er núna að smitast út í kvikmyndageiran og í dag standa mér allar dyr opnar. Vonandi líka á morgun. Kvennakvóti er málið. Dagur Kári þarf hækju eins og Kvikmyndasjóð til að gera sínar óvenjulegu og frábæru myndir, sem annars yrðu aldrei til á frjálsum markaði. Ég þarf meira en hækju, ég þarf hjólastól (kvennakvóta), því að sögurnar mínar eiga sér enga hliðstæðu.”
Hvað er framundan fyrir Zelos?
„Zelos í fullri lengd.”
Ertu með nýtt handrit í pípunum?
„Ég er botnlaus brunnur af sögum um stelpur og konur í krísu.”
Takk fyrir spjallið Þóranna! Það verður spennandi að sjá stuttmyndina Zelos í Tjarnarbíó á morgun og enn meira spennandi að sjá myndina í fullri lengd!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.