Fyrir tæpum 3 mánuðum byrjuðum við Díana pjattrófa í líkamsræktarátaki til að ná af okkur “fæðingarfitunni” og koma okkur í form. Við fórum í Hreyfingu og fengum okkur einkaþjálfara sem heitir Hrafnhildur Halldórsdóttir og mættum til hennar tvisvar í viku. Tókum þetta bara alla leið en hvorug okkar hafði áður verið í einkaþjálfun.
Hrafnhildur hefur kennt okkur svo margt og gert líkamsrækt með tilheyrandi svita og púli að skemmtilegri afþreyingu sem við hlökkum til.
Við erum orðnar svakalega flottar, komnar í topp form og það er mikið Hrafnhildi að þakka. Eftir tvær vikur lýkur “átaki” okkar og þá munum við fjalla ítarlega um árangurinn en okkur langaði að taka viðtal við þessa hörkukonu og mæla með henni við alla sem áhuga hafa á að koma sér í form og hafa gaman af.
Hvað ert þú búin að vera þjálfa lengi og hvað vakti fyrst áhuga þinn á þessu starfi?
Ég er búin að vera þjálfa síðan í maí en vinna í líkamsræktarbransanum í fjögur ár. Áhuginn hefur í raun alltaf verið til staðar og ég hef stundað alls kyns líkamsrækt í nokkur ár.
Þú tekur þátt í fitness keppnum, hvenær byrjaði það og hvað er það sem heillar þig við fitnesskeppnir?
Hvernig myndir þú ráðleggja fólki að byrja koma sér af stað í ræktinni?
Fyrst og fremst að gera sér raunhæf markmið. Það verður að vita hvernig það vill að ræktin skili sér og hvers vegna og vera ákveðið í að ná markmiðum sínum. Besta leiðin til að ná þeim er að vera bjartsýnn og líta á þetta sem skemmtilega áskorun en ekki kvöð. Ekki ætla sér um of þá gengur allt mikið betur.
Hversu mikilvægt er matarræði þegar fólk hefur hug á að koma sér í form og hverju mælir þú með?
Matarræðið er lykillinn að því að missa kílóin. Ég mæli með að fólk taki fyrst til í matarræðinu. Í raunnini áður en að ákvörðun um að fara í ræktina er tekin,því að það er alltof oft að fólk ætlar að gera allt í einu og sigra heiminn. Það eru fáir sem eru nógu ákveðnir og andlega sterkir að taka þá ákvörðun, fyrir flesta er best að taka eitt skref í einu.
Það eru til mismunandi leiðir í matarræðinu en það sem mestu skiptir er að fólk sé líka tilbúið að halda sig við það fæði sem það velur sér. Oft eru það kúrar og bætiefni sem það ætlar að nota til að losna við aukakílóin hratt en í flestum tilvikum þá springur fólk eftir stuttan tíma og fer aftur í gamla vanann og getur jafnvel fengið allt aftur á sig tvöfalt. Ég mæli ekki með skyndikúrum. Fólk verður að vera raunsætt muna að góðir hlutir gerast hægt.
Hvað ráðleggur þú fólki að æfa oft í viku?
Hvað æfir þú oft í viku og stundar þú aðra “íþrótt” en fitness?
Ég æfi 11-12 sinnum í viku og hef lítinn tíma fyrir aðra íþrótt en fitness eins og er en mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
Hvað heldur þú að fái fólk frekar til að viðhalda heilbrigðum líftstíl þegar honum er náð – en ekki líta á það sem tímabundna megrun?
Ég held að fólk eigi að tileinka sér nýjan lífstíll um leið og það tekur þá ákvörðun að vilja breyta til og líða betur með sjálft sig. Þegar maður er kominn af stað fer manni að líða betur, með breyttu matarræði og hreyfingu, maður finnur og sér að maður er komið á miklu betri stað en áður og vill ekki fara tilbaka heldur tileinkar sér þennan nýja lífstíll. Rétt matarræði og regluleg hreyfing er það besta sem maður getur gert fyrir andlegt jafnvægi og vellíðan.
Síðasta spurningin sem allar pjattrófur vilja vita, hvert er fegurðarleyndarmál þitt?
Að byrja daginn á góðri hreyfingu og næringarríkum morgunmat. Og nægur svefn 😉
Til að hafa samband við Hrafnhildi bendi ég á mailið hennar sem er hrafnhildurh83 hjá gmail.com
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.