Lovísa Eiríksdóttir, hagfræðingur er mikil sund áhugamanneskja. Hún hefur verið hálfgerður fastagestur í Seltjarnaneslauginni frá því hún man eftir sér og sundlaugarnar í borginni hefur hún heimsótt nánast daglega.
Lovísa var því ekki lengi að smita unnustann, Stefán Á. Pálsson af sund áhuganum. Stefán, sem starfar sem fréttamaður hjá Vísi fagnaði þrítugsafmæli sínu fyrr í sumar og í tilefni þess vildi Lovísa gefa honum öðruvísi afmælisgjöf. Hún bauð honum í Hrunalaug hjá Flúðum.
Mynd. Lovísa með börnum þeirra Stefáns í Hrunalaug hjá Flúðum.
Þá var ekki aftur snúið. Þar segjast þau hafa fundið törframátt heita vatnsins á Íslandi og ákveðið að setja sér það markmið að upplifa allar náttúrulaugar Íslands. Þannig gætu þau gert þetta verkefni að einskonar lífstíl og blandað saman við líkamsrækt og hugleiðslu.
Mynd. Laugavallalaug, upp á hálendi hjá Kárahnjúkum
„Við erum bæði tvö handviss um að laugarnar séu helstu náttúruperlur veraldar. Við hugsuðum okkur að þetta yrði væntanlega eitthvað sem við þyrftum að gera meira af. Oft uppgötvum við Íslendingar ekki hvað okkar einstaka náttúra hefur upp á að bjóða,” segir Lovísa.
Upplýsingar um laugarnar segjast þau hafa fengið í gegnum heimamenn enda hafi þau ferðast víðs vegar um landið ásamt börnunum sínum sem einnig hafa fengið að upplifa margar laugar.
Mynd. Seljavallalaug, Suðurland.
Láta ekki mold og slím trufla sig
Vatnið í laugunum segja þau misjafnt og það sama má segja um aðstöðuna. Á sumum stöðum eru búningsklefar og sturtur en misvel er gengið um staðina. „Laugarnar eru misskítugar, ef maður má orða það þannig. Við látum ekki smá mold og slím trufla okkur. Margt í okkar daglega lífi er mun skítugra en þetta og við teljum að þú getir ekki fengið betri áburð fyrir húð og heilsu en vatnið og moldina,” segir Lovísa.
Eftir að hafa heimsótt tíu laugar telja þau náttúrulaugarnar allar vera einstakar á sinn hátt en ein laug stendur upp úr – enn sem komið er.
Mynd. Reykjafjarðarlaug rétt hjá Bíldudal
Mynd. Pollurinn, hjá Tálknafirði, Vestfjörðum.
„Laugavallalaug er á hálendinu hjá Kárahnjúkavirkjun. Hún er alveg einstök þar sem heitur foss fellur niður í laugina. Það er ótrúleg tilfinning að baða sig undir fossinum og læknar öll heimsins mein.” En hvað þarf maður að hafa með sér þegar baða skal í náttúrulaug? „Það þar svo sem ekki að hafa mikið með sér. Handklæði, vatn eða ísskaldan bjór og sundföt.”
Mynd. Landbrotalaug á Snæfellsnesi.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!